Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 127

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 127
 Það er vitaskuld nærtækt að fylgja Haugen (1966a,b) við greiningu á þessum þáttum norskrar málsögu; hugmyndir hans mótuðust við athug- anir hans á norsku málsamfélagi, málstýringu og málþróun. Í þessu felast engin nýmæli í nýja verkinu; auk rita Haugens sjálfs má t.a.m. nefna bók- arkafla Jahrs (2003) og bók Vikørs (2007) þar sem norska málstöðlunar- sagan er rakin nákvæmlega í samræmi við fjögur þrep Haugens. Í norsku málsögunni nýtir Vikør (III,4) fyrri rannsóknir sínar og les- andi finnur hér margt kunnuglegt úr bók hans um meginsjónarmið og framkvæmd í málstýringu (Vikør 2007), svo sem um mismunandi teg- undir viðmiða, hugmyndir um rétt og rangt í máli, greiningu á meginsjón- armiðum sem farið er eftir í málrækt og málstöðlun fyrr og síðar, um greiningu Haugens, formstýringu og stöðustýringu o.m.fl. Á 19. öld og síðar þróuðust tveir ritmálsstaðlar í Noregi sem byggðust á ólíkum mál- brigðum: Bókmálið á sínar rætur í dönsku ritmáli með norskum fram- burði og tónfalli.7 Nýnorskan sækir á hinn bóginn sitt grunnviðmið til mállýskna til sveita, ekki síst í Vestur-Noregi, og til norrænu. Það var nokkuð flókið verkefni að koma upp „alveg norsku“ ritmáli sem gæti veitt hinu danska (síðan danskættaða ríkismáli/bókmáli) alvöru samkeppni, enda var ekki hægt að byggja á einu og samstæðu talmáli. Ivar Aasen (1813–1896) lagði upp með þá hugmynd að bera kerfisbundið saman ann- ars vegar norrænu og hins vegar mismunandi mállýskur (einkum vestur- norskar) og draga fram sameiginleg einkenni. Sameiginleg grunneinkenni skyldu liggja til grundvallar við gerð ritmálsviðmiðs. Í þessu liggja rætur nýnorsku. Hugmyndin var reyndar jafnframt að ritmálsstaðallinn gæti orðið grunnur að talmálsviðmiði óháð einstökum mállýskum (no. overdia- lektal talemålsnorm). Þróun ritmálsstaðlanna er eitt dæmi af mörgum um það hvernig íslenskur lesandi nær skarpari sýn á eigið mál og málsögu við að kynna sér hina norsku. Það er merkilegt hve ólíkar leiðir jafn skyld mál og íslenska og norska hafa mátt fara við að skapa sér málstaðla. Saga máls og samfélags 127 7 „Bokmålet er ikkje eit skriftspråk som har utvikla seg eller blitt utvikla på eit sjølv- stendig normgrunnlag. Det er ei særutvikling av skriftspråket dansk og den skriftmåls - baserte høgtidstalen som var basert på ein bokstavrett uttale av dansk med norsk fonetikk og prosodi. Sidan den norske fonetikken og prosodien da som no var ganske ulik i ulike landsdelar, må vi rekne med at det fanst mange variantar av dette talemålet, men den seg- mentale fonetikken kunne av alle tilpassast det danske ortografiske systemet, og det ser ikkje ut til at dei regionale uttaleskilnadene spela ei altfor stor rolle“ (III,4.5.1.2:368).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.