Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 128
3.2 Málhreinsun af ýmsu tagi
Hreintunguhyggju má skilgreina misjafnlega vítt eða þröngt. Mér virðist
afmörkun hugtaksins í Norsk språkhistorie vera í þrengra lagi. Ég hef aftur á
móti hallast að fremur víðri skilgreiningu, frá Thomas (1991:12),8 þar sem
gert er ráð fyrir að hreintungustefna geti m.a. beinst að mismunandi
mállýskum og málsniðum sama máls, þ.e. ekki þurfi endilega að vera um
það að ræða að hafna meintum erlendum áhrifum heldur einnig innlendum
þáttum sem álitnir eru óæskilegir. Tala má um ytri málhreinsun sem beinist
að erlendum áhrifum og innri málhreinsun sem miðar að því að uppræta
eitthvað sem tilheyrir tungunni sjálfri en telst óheppilegt. Mál hreinsun er í
hugum fólks oftast tengd óbeit á erlendum áhrifum, einkum á orðaforða.
En hin innri málhreinsun á sér aðrar orsakir og þar má sem dæmi nefna
viðleitni til að forðast, og fjarlægja úr textum, orð sem á hverjum tíma eru
talin dónaleg, niðrandi eða á annan hátt óviðeigandi, t.a.m. af hugmynda -
fræðilegum eða trúarlegum ástæðum. Þá reynir fólk að forðast að tala um
fávita, kynvillinga og negra svo að tekin séu alkunn íslensk dæmi. Angi af
þessu er hin femíníska málhreinsun þar sem t.a.m. er leitast við að útrýma
starfsheitum sem viðkomandi telur að bendi til karlkyns eingöngu þótt
kona gegni starfinu (verkefnastjóri verður verkefna stýra) eða þegar eldri
starfsheitum sem vísa til kyns viðkomandi er breytt í kynhlutlausara orð
(kennslukona verður kennari, hjúkrunarkona verður hjúkrunarfræðingur).
Hin víða skilgreining Thomas (1991) á hreintunguhyggju hentar vel til
að ná utan um málhreinsun af öllu tagi, sem fyrr segir. Einnig mætti í
þessu sambandi vísa til hugtaksins verbal hygiene (Cameron 1995), þ.e.
„málhreinlæti“, sem hafa má um hvers konar afskipti af tungutaki ann-
arra, þ.e. ekki aðeins á sviði hefðbundinnar málvöndunar, heldur nær það
líka t.a.m. til femínískrar málstýringar, málstýringartilrauna á sviði kyn-
áttunar og kynhneigðar og í átt að (annarri) pólitískri rétthugsun.
Í Norsk språkhistorie er málhreinsunarhugtakið sem sé skilgreint þrengra
en hér var lýst. Mér kemur reyndar á óvart að ekki virðist hafa verið sótt
í rit Thomas (1991) né heldur Cameron (1995), sem hér voru nefnd, ef
Ari Páll Kristinsson128
8 Skilgreininguna hef ég íslenskað á þessa leið (Ari Páll Kristinsson 2017:132):
„Hreintungustefna sýnir að málsamfélag eða hluti þess vill vernda tungumál gegn eða losa
það við meinta erlenda þætti eða aðra þætti sem taldir eru óæskilegir. Þar á meðal eru þættir
sem eiga uppruna sinn í landfræðilegum og félagslegum mállýskum og í mismun andi mál -
sniðum viðkomandi tungumáls. Hún getur beinst að öllum sviðum málsins en þó einkum
að orðaforðanum. Framar öðru er hreintungustefna ein hlið stöðlunar, ræktunar og stýr -
ingar staðalmála.“