Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 128

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 128
3.2 Málhreinsun af ýmsu tagi Hreintunguhyggju má skilgreina misjafnlega vítt eða þröngt. Mér virðist afmörkun hugtaksins í Norsk språkhistorie vera í þrengra lagi. Ég hef aftur á móti hallast að fremur víðri skilgreiningu, frá Thomas (1991:12),8 þar sem gert er ráð fyrir að hreintungustefna geti m.a. beinst að mismunandi mállýskum og málsniðum sama máls, þ.e. ekki þurfi endilega að vera um það að ræða að hafna meintum erlendum áhrifum heldur einnig innlendum þáttum sem álitnir eru óæskilegir. Tala má um ytri málhreinsun sem beinist að erlendum áhrifum og innri málhreinsun sem miðar að því að uppræta eitthvað sem tilheyrir tungunni sjálfri en telst óheppilegt. Mál hreinsun er í hugum fólks oftast tengd óbeit á erlendum áhrifum, einkum á orðaforða. En hin innri málhreinsun á sér aðrar orsakir og þar má sem dæmi nefna viðleitni til að forðast, og fjarlægja úr textum, orð sem á hverjum tíma eru talin dónaleg, niðrandi eða á annan hátt óviðeigandi, t.a.m. af hugmynda - fræðilegum eða trúarlegum ástæðum. Þá reynir fólk að forðast að tala um fávita, kynvillinga og negra svo að tekin séu alkunn íslensk dæmi. Angi af þessu er hin femíníska málhreinsun þar sem t.a.m. er leitast við að útrýma starfsheitum sem viðkomandi telur að bendi til karlkyns eingöngu þótt kona gegni starfinu (verkefnastjóri verður verkefna stýra) eða þegar eldri starfsheitum sem vísa til kyns viðkomandi er breytt í kynhlutlausara orð (kennslukona verður kennari, hjúkrunarkona verður hjúkrunarfræðingur). Hin víða skilgreining Thomas (1991) á hreintunguhyggju hentar vel til að ná utan um málhreinsun af öllu tagi, sem fyrr segir. Einnig mætti í þessu sambandi vísa til hugtaksins verbal hygiene (Cameron 1995), þ.e. „málhreinlæti“, sem hafa má um hvers konar afskipti af tungutaki ann- arra, þ.e. ekki aðeins á sviði hefðbundinnar málvöndunar, heldur nær það líka t.a.m. til femínískrar málstýringar, málstýringartilrauna á sviði kyn- áttunar og kynhneigðar og í átt að (annarri) pólitískri rétthugsun. Í Norsk språkhistorie er málhreinsunarhugtakið sem sé skilgreint þrengra en hér var lýst. Mér kemur reyndar á óvart að ekki virðist hafa verið sótt í rit Thomas (1991) né heldur Cameron (1995), sem hér voru nefnd, ef Ari Páll Kristinsson128 8 Skilgreininguna hef ég íslenskað á þessa leið (Ari Páll Kristinsson 2017:132): „Hreintungustefna sýnir að málsamfélag eða hluti þess vill vernda tungumál gegn eða losa það við meinta erlenda þætti eða aðra þætti sem taldir eru óæskilegir. Þar á meðal eru þættir sem eiga uppruna sinn í landfræðilegum og félagslegum mállýskum og í mismun andi mál - sniðum viðkomandi tungumáls. Hún getur beinst að öllum sviðum málsins en þó einkum að orðaforðanum. Framar öðru er hreintungustefna ein hlið stöðlunar, ræktunar og stýr - ingar staðalmála.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.