Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 129
marka má að hvorugt þeirra er að finna í heimildaskrám. Skil greining á
purisme er á þessa leið í IV. bindi: „En språkpolitikk som har som mål å
holde et språk rent for fremmede elementer“ (IV:763) og svona í III. bindi:
„Å leggje vekt på at språkleg import bør tilpassast strukturen i det heim-
lege språket og å motarbeide importord (generelt eller frå be stemte språk)
innanfor eit visst språk, og å basere utviklinga av ordtilfanget på ordstoff
som alt finst i språket eller blir nyskapt av heimlege røter“ (III:521). Um
þetta er nánar rætt í 5.1 hér á eftir.
Í I. bindi skrifar Tor Erik Jenstad um orðaforðann í norsku og fjallar
einn undirkaflanna sérstaklega um orðaforða um viðkvæm umræðuefni,
„Sensitivt ordforråd“ (I,5.7.1–2:502–509), svo sem á merkingarsviðunum
kynþættir og kyn. Um líkt efni fjallar Vikør í III. bindi (III,4.5.4.4–
8:411–413) og fellir inn í umræðu um málstöðlun á sviði orðaforðans (ord -
tilfangsnormering) almennt. Vikør ritar einnig stuttlega um „[d]en femin-
istiske språkkritikken“ í kafla sínum í IV. bindinu, um tímabilið 1945–
2015 (IV,9.5.6.4:646–648). Bæði Jenstad og Vikør ræða m.a. um orðin
neger og nordmann og þann vanda sem m.a. orðabókahöfundar standa
frammi fyrir þegar kemur að vali uppflettiorða á vissum merkingarsvið -
um, að ekki sé talað um merkingarskilgreiningar. Fróðleg upprifjun er
þarna m.a. á árangursríkri baráttu Sama fyrir því að orðið same yrði notað
opinberlega í norsku í stað finn og lappe. Í sambandi við mál og kyn grein-
ir Jenstad frá fjölda dæma um að málstýring af svipuðum toga hafi borið
árangur og rakin eru orð á borð við politibetjent, fagperson, stortingsrepre-
sentant o.s.frv. Komist hafa í almenna notkun fjöldamörg ný heiti í stað
orða með t.d. -mann, -kvinne eða -dame í seinni liðnum, sbr. leiar og til-
litsvald í stað formann og tillitsmann o.s.frv. Þá má nefna tilraunir til að
koma liðnum -kvinne á framfæri í heitum þar sem orð með -mann var
vanalegt, t.d. talskvinne, ankerkvinne o.fl. Vikør fjallar auk þess um bann -
orð ýmiss konar, bölv, orð sem tengjast úrgangsefnum líkamans, kynlífi,
ólíkum hópum sem standa höllum fæti (krøpling verður funksjonshemma),
þjóðernishópum (sigøynar verður romfolk) og fleira.
Ég hefði haldið að hin víðari skilgreining Thomas (1991) sem tekur
m.a. til innri málhreinsunar af þessu tagi hefði vel átt erindi í þessa um -
fjöllun til skýringar og skilningsauka.
4. Heiti tungumála og málstiga
Það er áhugavert athugunarefni að greina heiti á tungumálum veraldar og
við hvaða aðstæður og í hvaða samhengi ákveðin heiti eru notuð, hvenær
Saga máls og samfélags 129