Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 132
nordisk“ til 500, þá „yvirgangstidi“ 500–700, síðan „den norrøne tidi“ 700–
1350, áður en kemur að yngri málstigum. Málsaga Skards (1976) fylgir
Seip og Indrebø í stórum dráttum; Skard byrjar sína „norsku málsögu“
með kafla um indóevrópsk mál, þá germönsku o.s.frv. fram að því mál -
stigi sem Skard, eins og fleiri, nefnir norrønt.
Formálinn að Norsk språkhistorie I–IV í heild, sem prentaður er í
öllum fjórum bindunum (ásamt formála hvers og eins bindis), hefst á
broti úr áletrun á Eggjasteininum úr Sogni frá um 700 (ni s solu sot uk ni
sakse stain skorin); textinn er síðan þýddur á norsku („Steinen er ikkje
oppsøkt av sol, og ikkje er det skore i han med sverd“). Þá segir: „Ei
språkhistorie skal forklare korleis det er indrespråkleg samanheng mel-
lom desse to tidsversjonane av norsk språk“ (I:7). Sami texti er prentaður
aftan á kápur allra fjögurra bindanna. Litið hefur verið svo á að Eggja -
steinninn sýni yngstu frumnorrænu eða málstig sem standi tiltölulega
nærri norrænu (sjá Skard 1976:32). Tímabilaskipting Norsk språkhistorie
I–IV og nafngiftir eru skv. formála verksins þannig, í stórum dráttum, að
á eftir urnordisk fram til um 700 fylgi gammalnorsk til 1350 (síðan mellom-
norsk til 1536 og loks moderne norsk). Af samhenginu í formálanum er því
svo að skilja sem gammalnorsk hefjist á málstigi Eggjasteinsins.12 Hug -
taka notkun ritstjóra, í tilvitnuninni hér á undan, felur í sér, með tilvísun
til Eggjasteinsáletrunarinnar, að síðasta skeið frumnorrænu og allra elsta
stig norrænu hafi verið eins konar norska (no. „tidsversjon av norsk språk“).
Í formála ritsins segir sem sé að Eggjasteinsáletrunin sé ákveðin útgáfa
af norskri tungu. Þeir sem hafa gaman af hártogunum gætu spurt hvort
þörf hefði verið á að þýða áletrunina yfir á „norsku“, eins og gert er í for-
málanum, úr því að um er að ræða „sama tungumál“. En hér komum við
aftur að því grundvallaratriði sem fjallað var um hér á undan: Afmörkun
þess hvað telst vera „tungumál“, aðgreint frá öðrum „tungumálum“, ræðst
ekki eingöngu og einfaldlega af því hvort það eru mjög mismunandi mál -
afbrigði, ólík form — hvort heldur viðkomandi form eru aðgreind í tíma
eða í rúmi — eða hvort þau eru jafn-skiljanleg öllum málnotendum þessa
sama „máls“. Ef sú sannfæring er ríkjandi í tilteknu málsamfélagi að
viðkomandi breytileiki falli undir „sama málið“ þá er það hreint og beint
gildur veruleiki á þeim forsendum.
Ari Páll Kristinsson132
12 Enda þótt hugtakið norsk språk mætti mögulega túlka sem „mál í Noregi“ þá er þess
að gæta að norðurgermanska var ekki ein um hituna í Skandinavíu heldur í sambýli við
finnsk-úgrísk mál a.m.k. frá því kringum Krists burð (II:434). Þannig eru frumnorrænar
rúnir raunar tæpast heimildir um elstu málnotkun á svæðinu.