Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 133
Hafi t.d. Norðmenn þá sannfæringu að norræna (no. gammalnorsk) sé
„norska“, í einhverjum skilningi þess hugtaks, þá á sá skilningur fullt
erindi í norska málsögu og skráningu hennar. Hér er vissulega verið að
vísa til hugmynda nútímamanna um hvað sé tiltekið tungumál (í þessu til-
felli norska) og hvenær saga þess hafi hafist. Sandøy bendir á það í kafla
sínum í III. bindi, um hugmyndir um norska tungu, að þess verði tæpast
vart í heimildum fyrr en á 16.–17. öld að litið sé á norsku sem tiltekið
tungumál, norsk (III,2:176–179). Fólk í Noregi hafi þó verið þess með -
vitað, a.m.k. á síðari hluta 16. aldar, að mállýskumunur væri á íslensku og
norsku og að „nordmenn såg det slik at islandsk låg nærast det gamle
norske språket“ (III,2:177).
Í niðurlagi umfjöllunar Jansons í kafla III,5, „Förändring av uppfattn-
ingar om språk i Norge och omvärlden“, segir höfundur frá íslensku
biblíuþýðingunni á 16. öld. Hann segir að siðaskiptin hafi kallað á að „det
var nödvändigt att skapa en bibeltext som befolkningen kunde läsa och
förstå“ (III,5.2.2.5:450). En af textanum má ráða að Janson hefur hvorki
áttað sig á því að hlutar biblíunnar, sem og margir aðrir trúarlegir textar,
hefðu löngu fyrr verið þýddir á íslensku/norrænu, né heldur á þeim hug-
myndum Guðbrands Þorlákssonar að mikilvægt væri að sýna virðingu
hinu gamla „norrænumáli“. Janson segir að biblían 1584 hafi verið „över-
satt till det språk som först vid den här tiden började kallas isländska“
(s.st.). Það er vissulega rétt að heitið íslenska og sagnorðið íslenska komu
fyrst fram um miðja 16. öldina. Nafngiftin fól hins vegar ekki í sér þá
breytingu að litið væri svo á að nú hefði nýtt mál orðið til í stað norrænu
enda var heitið norræna notað áfram meðfram orðinu íslenska á 17. og 18.
öldinni og jafnvel lengur (Ari Páll Kristinsson 2018:15). Fremur má ætla
að Íslendingar hafi verið farnir að átta sig betur á því að móðurmál þeirra
var nú annað en grannþjóðanna, þ.e. að Íslendingar voru orðnir einir um
þetta mál sitt.
Það samhengi sem íslenska biblíuþýðingin er sett í hjá Janson er svo-
lítið sérstakt. Hér hefði höfundur t.a.m. mátt nýta sér íslenska málsögu
Stefáns Karlssonar (1989) sem er fáanleg í enskri þýðingu (The Icelandic
language, 2004; þá gerð er að finna í heimildaskrá IV. bindis en ekki
hinna þriggja). Þar er m.a. sagt frá þýðingum kristilegra texta yfir á ís -
lensku fyrr og síðar. Norrænar þýðingar á hlutum biblíunnar og öðrum
trúarlegum textum eiga sér eldri sögu en frá siðaskiptum enda þótt þýð -
ingar Odds og Guðbrands hafi markað þáttaskil í þýðingasögunni. Um
hvatann að þýðingarstarfinu segir Stefán Karlsson (1989:28) m.a.:
Saga máls og samfélags 133