Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 134
Vegna þess hve Íslendingar voru handgengnir bókum á móðurmáli hefur
íslenskum siðbreytingarmönnum þótt annað óhugsandi en að koma upp öll -
um tegundum kirkjulegra rita á íslensku þó að frændur vorir Norðmenn og
Færeyingar yrðu að láta sér duga danska biblíu og önnur guðsorðarit.
Janson heldur því fram að við þessi tímamót, á 16. öldinni, hafi samhengið
rofnað milli íslensku og „gamla ritmálsins í Noregi“:
Därmed försvann den formella samhörighet med det gamla skriftspråket i
Norge som dittills hade funnits. Det isländska skriftspråket har förblivit
konservativt, men det är inte det gamla norröna språket utan ett nyare språk
som används enbart på Island. (III,5.2.2.5:450)
Ég myndi ekki skrifa undir þessar málsöguskýringar Jansons án athuga-
semda enda átta ég mig ekki á því hvað höfundur á við með rofnu sam-
hengi íslenskunnar við „det gamla skriftspråket i Norge“.
Janson styður staðhæfingar sínar um íslensku biblíuþýðinguna ekki
rökum eða tilvísunum og reyndar ekki heldur það sem hann segir um
aðskilnað íslensku og norrænu („det gamla skriftspråket i Norge“(?)).
Eins og tilvitnuð orð sýna er Janson á því að íslenskt ritmál sé enn íhalds-
samt en það sé ekki norræna heldur yngra tungumál. Í þeirri sögu liggur
þó miklu meira sem þarna er ósagt.
Í málsögu Indrebøs (1951[2001]:251–255) var sambandi nútímaíslensku
og norrænu lýst af meiri þekkingu og nákvæmni. Indrebø segir að íslenska
hafi breyst mikið frá því á söguöld og tiltekur nær eingöngu hljóðkerfis-
breytingar í því sambandi (1951[2001]:251–253). Hann bendir svo á að
Íslendingar hafi notað „det norrøne skriftmålet sitt“ (1951[2001]:253, letur -
br. Indrebøs) og leggur áherslu á þátt bókmenntanna í íslenskri málsögu.
Hann bendir á að enda þótt tökuorð og erlend orðaröð hafi gert vart við sig
hafi mestu máli skipt að siðskiptabókmenntirnar voru, hvað sem öðru
líður, á íslensku en ekki öðru máli (1951[2001]:254). Hann bendir réttilega
á að íslensk stafsetning sé „heller gamalvoren“ sem valdi því „at me ikkje
kann sjå av skriftformi kor ulikt det nyislendske målet i røyndi er gamal-
islandsk på mange vis“ (1951[2001]:254). Indrebø heldur því til haga að
vegna ákveðinnar íhaldssemi í rithættinum geti Íslendingar enn í dag vand -
ræðalaust lesið norrænar og íslenskar gullaldarbókmenntir:
[K]vart islendskt barn som lærer lesa, fær i attpågåva at det samstundes lærer
å skyna meisterstykki or den gamle litteraturen på Island. Dette gjev lang
samanheng, og gjev sersvip og styrke til det islendske kulturlivet. (Indrebø
1951[2001]:254)
Ari Páll Kristinsson134