Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 135
Fyrrgreind staðhæfing Jansons um að íslenska sé ekki norræna heldur
yngra tungumál er að mínu mati yfirborðsleg lýsing í samanburði við
ofangreinda umfjöllun Indrebøs. Orð Jansons verða mér þó hér tilefni til
að fara svolítið nánar út í þessa sálma.
Margt fólk sem talar íslensku hefur tileinkað sér það útbreidda menn-
ingarviðhorf frá blautu barnsbeini að íslenska sé ein og sama tungan frá
elstu heimildum til okkar tíma. Þetta má heita ríkjandi viðhorf í íslenskri
málmenningu. Þótt vitað sé að miklar hljóðkerfisbreytingar hafi orðið,
einkum hvað varðar hljóðgildi sérhljóða og atkvæðagerð, og allnokkrar á
beygingum og setningafræðilegum ferlum, auk orðasafns, þá þarf það
ekki að kollvarpa þeirri hugmynd að um „sömu tungu“ sé að ræða. Hér
má hafa í huga áður tilvitnuð orð Sandøys um að „det er ikkje-språklege
forhold som avgjer fokuseringa og grensedraginga“ (III,2:152).
Vandfundinn er íslenskur málhafi sem gæti ómögulega skilið þessa
klausu úr 33. kapítula Njáls sögu:
Gunnar reið til búðar Rangæinga og var þar með frændum sínum. Margur
maður fór að finna Gunnar og spyrja hann tíðinda. Hann var við alla menn
léttur og kátur og sagði öllum slíkt er vildu.
Hvort heldur við segjum þennan texta ritaðan á norrænu eða danskri
tungu, eins og gert var á 13. öldinni, eða notum hugtakið íslenska, eins og
farið var að gera um miðja 16. öld, þá er málið á textanum í raun ekkert
annað en það sem við í dag köllum íslensku.13
Ég hef notað þá líkingu (Ari Páll Kristinsson 2017:66–67) að skoða
mætti mismunandi málstig í íslenskri málsögu í sama ljósi og aðrir sjá
mismunandi mállýskur í hinum norrænu málunum, þ.e. að muninum á
fornu og nýju íslensku máli megi líkja við tvær mállýskur sem vísa til
sama málstaðals. Enginn efast um að til sé „danska“ þótt mállýskur og
mál afbrigði í dönsku megi, í samtímalegu ljósi, teljast ólík á sviði hljóð -
kerfis og orðaforða. Danskan hefur eitt sameiginlegt ritmál og ritmenn-
Saga máls og samfélags 135
13 Um og eftir 1980 var í boði námskeið í íslensku í Háskóla Íslands sem nefndist
Íslenskt mál að fornu og þar lásum við kennslubækur sem hétu Norrøn grammatikk (Iversen
1961) og Norsk språkhistorie (Skard 1976). (Svipað námskeið í íslensku í HÍ í dag nefnist
hreinlega Fornmálið.) Úr heiti námskeiðsins eins og það var fyrir 40 árum má vel lesa það
viðhorf, eða málpólitísku afstöðu, að fyrst og fremst sé um að ræða íslensku; fornmálið sé
fyrst og fremst íslenskt mál, en það sé nánar tiltekið íslenskt mál á söguöld eða þar um bil
(að fornu). Á íslensku er vanalega talað um forníslensku, fornmál eða norrænu þegar sérstak-
lega er vísað til tímans fram til 15.–16. aldar en um síðari málstig er sagt t.a.m. síðari alda
íslenska, nútímamál, nútímaíslenska.