Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 136
ingu. Íslenska frá upphafi til okkar daga er í raun með sambærilegum
hætti tengd saman með samfelldri málhefð sem ekki hefur rofnað.
Til slíkrar samfellu í ritmáli er sérstaklega vísað hjá Guðmundi B.
Krist mundssyni, Baldri Jónssyni, Höskuldi Þráinssyni og Indriða Gísla -
syni (1986:27) þar sem þeir fjalla um hugtakið varðveisla íslenskrar tungu:
„Með varðveislu íslenskrar tungu er átt við að halda órofnu samhengi í
máli frá kynslóð til kynslóðar, einkum að gæta þess að ekki fari for-
görðum þau tengsl sem verið hafa og eru enn milli lifandi máls og bók-
mennta allt frá upphafi ritaldar“.
Íslenska er ekki eina dæmið um að tiltekið málsamfélag hafi tileinkað
sér það sem viðtekna afstöðu að tunga þess sé ein og hin sama og fyrir
hundruðum ára. Enska Shakespeares er venjulega skilgreind sem nútíma-
enska þrátt fyrir breytingar á hljóðkerfi, orðaforða o.fl. fram til vorra
daga. Tamílska hefur verið kölluð ein elsta tunga heims sem enn er í notk-
un. Elstu heimildir á tamílsku eru frá 5. öld fyrir Krist og nú tala 60–70
milljónir manna tamílsku. Talmál og framburður hefur breyst mikið en
viðtekið sjónarmið Tamíla (m.a. af trúarástæðum) er að tamílskan sé þó
enn sama málið; fyrst og fremst er þar vísað til ritmálsins.
Í þessu sambandi má reyndar taka undir með Janson þar sem hann
fjallar um heiti mismunandi skeiða í sögu tungumála og notkun heitanna
í norskri málsögu:
Förflyttar man sig bara något hundratal år tillbaka i tiden är det naturligt att
se det tidigare systemet som en variant av det nutida, men långt tillbaka är
olikheterna med det nutida systemet mycket stora, så att det blir naturligara
att se det som ett annat system som gärna bör benämnas med ett annat
namn. (III,5:424)
Þar sem enn eru veruleg líkindi með nútímaíslensku og norrænu ætti ekki
að teljast nein goðgá að nota heitið íslenska um bæði málstigin með nánari
afmörkun (fornmál, nútímamál o.s.frv.) eftir því sem samhengi kallar á
hverju sinni.
5. Skrár, skýringar og frágangur í norsku málsögunni
5.1 Hugtakaskrár
Í lok hvers bindis er ítarleg atriðisorðaskrá og þar er einnig að finna skrár
um þau nöfn fólks og staða sem koma fyrir í viðkomandi bindi. Í II. bindi
er auk þess sérstök (og nytsamleg) skrá um nöfn, og liði í nöfnum, sem
fjallað er um í 4. kafla, „Namn“.
Ari Páll Kristinsson136