Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 140
fol. (I:535) en þess er ekki getið hvert heilsíðumyndin á bls. III:442 er
sótt; handritið er sýnilega hvorugt hinna fyrrnefndu.
5.3 Málnotkun og frágangur
Frágangur er prýðisgóður og bækurnar eru vel úr garði gerðar, á góðum
pappír og í fallegu bandi. Bindin fjögur reynast merkilega handhæg í
notkun þrátt fyrir þykkt og umfang.
Kaflarnir í bindunum fjórum eru ýmist skrifaðir á bókmáli eða ný -
norsku, eftir því sem höfundar sjálfir kusu. Ritstjórar lögðu ekki fyrir
höfunda á hvaða málformi þeir skyldu skrifa en gerðu þá kröfu að hver
höfundur héldi sig innan viðurkennds opinbers ritháttar annars hvors rit-
málsins; annaðhvort yrði að miða við opinberu bókmálsstafsetninguna frá
2005 eða nýnorsku stafsetninguna frá 2012 (Nesse og Sandøy 2017:22).
Ritstjórnartextar I. og III. bindis eru skrifaðir á nýnorsku og ritstjórnar-
textar II. og IV. bindis á bókmáli. Undantekningu verður að nefna: Kafli
5 í III. bindi, eftir Tore Janson: „Förändring av uppfattningar om språk i
Norge och omvärlden“ (III:421–476), er allur á sænsku.
Ekki hef ég lagst í prófarkalestur á þessu mikla verki en fáein atriði
hafa orðið á vegi mínum. Misritast hefur nafn íslenskrar 13. aldar lögbók-
ar og hún nefnd „Járnsía“ (III:450). Þá hefur nafn Jóhannesar L. L.
Jóhannssonar misritast „Jóhansson“ (III:493). Óheppileg ritvilla, „unor-
disk“ í stað urnordisk, hefur slæðst inn í fyrirsögn eins kafla í fyrsta hluta
fyrsta bindis (I:107). Í skrám um hugtök (sjá hér á undan) er ósamræmi í
því hvort hafður er punktur eða ekki í lok skýringar. Fallið hefur niður í
heimildaskrá, í III. bindi, heimildin „Ammon (2004)“ sem þó er vísað til
(III:235). Sérkennilegur þykir mér myndatextinn við heilsíðumynd af
blaði 51r úr Jónsbók AM 350 fol. Þar segir: „Illumination ur den norröna
lagboken Jónsbók“ (III:449). Jónsbók hefur að geyma íslensk lög sem
byggð voru á norskum lögum sem fyrirmynd og staðfest af Noregs -
konungi. Vissulega er hún rituð á norrænu máli en myndatextinn um
„nor ræna lögbók“ er villandi.
6. Lokaorð
Vesturnorræna, hinn sameiginlegi grunnur norsku, færeysku og íslensku,
þróaðist í mismunandi áttir og því er mikilvægt fyrir íslenska málfræð -
inga og áhugafólk um málsögu að skoða norsku þróunina, ekki aðeins
vegna þess hve áhugaverð hún er í sjálfu sér, heldur einnig sérstaklega
Ari Páll Kristinsson140