Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 141
vegna hinna sameiginlegu róta og þess sem samanburðurinn leiðir í ljós til
skilningsauka á þróun íslenskunnar.
Veigamikill þáttur í því að gera norskri málsögu skil hlýtur að snúa að
breytileika í talmáli og að mállýskumun. Norskar aðstæður eru augjóslega
að nokkru aðrar en á Íslandi; íslenskan er tiltölulega einsleit um land allt
og merkilega litlar grundvallarbreytingar hafa orðið á henni gegnum
tíðina, að frátöldu sérhljóða- og lengdarkerfi. Það er ekki síst í þessum
samanburði sem norsk málsaga er geysilega fróðleg og áhugaverð fyrir
íslenskan lesanda. Áhrif annarra tungumála voru einnig meiri og annars
konar á norsku en á íslensku — hér vegur þyngst grundvallarmunur á
dönskum áhrifum í Noregi og á Íslandi — og margt fleira hefur verið ólíkt
í samfélagi og landsháttum.
Norsk språkhistorie I–IV er tímamótarit. Fyrirsjáanlegt er að verkið á
ekki aðeins erindi við þá sem huga eingöngu að norskri málsögu. Hinir
almennu kaflar um mál, málbreytingar og málsamfélag hafa margir hverjir
sérstakt gildi. Yfirleitt hefur vel tekist til við að samtvinna umfjöllun um
málkerfi, málnotkun, málviðhorf og framvindu í tíma. Og einstakir kafla-
höfundar hafa sýnilega fengið viðunandi svigrúm til eigin túlkunar og
framsetningar á rás málsögunnar, áhrifavöldum og orsakasamhengi.
Merk nýjung og sterkt einkenni á norsku málsögunni sem varð tilefni
þessarar greinar er hin ríka áhersla sem lögð er á málviðhorf og hugmynda -
fræði. Á bak við það liggur meðal annars sú hugsun að ekki sé hægt að
skrifa (mál)sögu án þess að hún sé meðvitað eða ómeðvitað lituð af hug-
myndum og málmenningu þeirra sem skrifa. Hugmyndir málnotenda um
mál sitt og málnotkun eru órjúfanlegur hluti málsögu og málþróunar. Sögu
hugmynda og viðhorfa þarf því að rekja og skýra fyrir lesendum, alls ekki
síður en framburðarsöguna, beygingasöguna o.s.frv. Nálgunin í Norsk
språkhistorie I–IV er að þessu leyti skynsamleg og nútímaleg og mætti hafa
sem fyrirmynd við ritun íslenskrar málsögu þegar þar að kemur.
heimildir
Ari Páll Kristinsson. 2012. Íslensk málhugmyndafræði andspænis hernámi 1940. Skírnir
186:464–479.
Ari Páll Kristinsson. 2017. Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun. Háskóla -
útgáfan, Reykjavík.
Ari Páll Kristinsson. 2018. „Hann þýskaði yfir sig.“ Nokkur orð um það að íslenska, nor-
ræna, danska, enska … Þórðargleði slegið upp fyrir Þórð Inga Guðjónsson fimmtugan 3.
desember 2018, bls. 14–17. Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen,
Reykja vík.
Saga máls og samfélags 141