Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 148
distinct spellings, undergo merger as B, and as a result the traditional spell-
ing of A comes to be used in cases in which B is etymological. For example,
early Latin /ei/ (spelled <ei>) merged with /iː/ (spelled <i>), and as a result
the spelling <ei> came to be used for some words which had always had
/iː/. See back spelling. (Trask 2000:172)
Í báðum þessum tilvikum er látið að því liggja að öfug stöfun sé „röng“,
a.m.k. frá sögulegu sjónarmiði. Af fyrri skilgreiningunni má þó ráða að
stafsetningin gefi (eða geti a.m.k. gefið) vísbendingu um framburðinn
(hún er kölluð „representationally correct“) en þetta er ekki eins ljóst af
þeirri síðari. Þar virðist frekar gert ráð fyrir því að (öfugi) rithátturinn
<ei> í orðum sem alltaf höfðu haft /iː/ merki breytta stafsetningu fremur
en að framburður þessara tilteknu orða hafi breyst. Það er í samræmi við
hefðbundna túlkun á meintri öfugri stöfun í íslenskum heimildum eins
og áður var lýst.
Svipaða túlkun er líka að finna í eftirfarandi lýsingu á „nýrri“ stafsetn-
ingu í gömlum dönskum heimildum. Sögnin ‘freista, tæla’ er skrifuð
<fræstæ> í heimild frá því um 1300 en síðan <friste> í heimild frá 1529.
Þá er spurningin sú hvort <i> í yngri heimildinni tákni annað (og lok -
aðra) sérhljóð en <æ> í þeirri eldri, þ.e. einhvers konar [i] frekar en [e] og
þá lokaðra en í dönsku nútímamáli, eða hvort <i> sé bara dæmi um öfuga
stöfun 1529 fyrir áhrif frá sérhljóðum í öðrum orðum. Karker (2005:
1098) lýsir þessu svo:
It is doubtful whether 1529 friste ‘tempt’, which is still standard spelling, has
ever been pronounced with /i/; on the contrary, ca. 1300 frst, which
seems to come close to Mod.Dan. pronunciation, shows opening of the
original vowel /eː/ (cf. Sw. fresta), so friste may be an inverted spelling on
the model of fisk etc. pronounced with /e/.
Hér segir sem sé að rithátturinn friste í heimildinni frá 1529 (fyrir eldra
frst) þurfi ekki að fela í sér að í orðinu hafi verið borið fram einhvers
konar /i/ (eins og stafurinn <i> táknar væntanlega yfirleitt í ritum frá
þessum tíma) heldur geti þetta <i> alveg eins hafa verið öfug stöfun fyrir
/e/.
Snúum okkur þá að fleiri dæmum úr íslensku.
Höskuldur Þráinsson148