Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 150
Hér gefur Stefán m.a.s. í skyn að það /r/ sem núna má heyra í rdl- og rdn-
framburði í nöfnum eins og Karl og Árni til dæmis kunni að vera einhvers
konar stafsetningarframburður. Slíka skýringu telur Kristján Árnason þó
heldur langsótta, enda hefði stafsetningarframburður á slíkum orðum
frekar átt að gefa rn-/rl-framburð (þ.e. framburð án /d/, sjá Kristján Árna -
son 2005:355). Kristján virðist þó í aðalatriðum á svipaðri skoðun og þeir
Stefán og Hreinn að því er varðar dæmin um þau Oddnýju og Svein í
bréfinu frá 1332 þótt hann útiloki ekki alveg að eitthvert /r/ hafi komið
þar við sögu (2005:354):
Rithátturinn Orný fyrir Oddný bendir vissulega til þess að rn hafi táknað
einhvers konar d-framburð, helst r-lausan. Rithátturinn suærn [svo] bendir
aftur til þess að upphaflegt nn hafi getað haft sams konar framburð, þ.e. að
mannsnafnið Sveinn hafi haft framburðinn [sveit].
Hér virðist Kristján gefa því lauslega undir fótinn að <rn> í <Orný>
kunni að hafa táknað rdn-framburð þótt hann telji líklegra að um sé að
ræða öfuga stöfun fyrir dn-framburð án /r/, líkt og Hreinn gerir ráð fyrir
(sjá líka bls. 356 í áðurnefndri bók Kristjáns), og í hljóðrituninni fyrir
mannsnafnið Sveinn þegar það er ritað <suæirn> gerir hann ekki ráð fyrir
neinu /r/.
En er það endilega svo ólíklegt að nöfn eins og Oddný og Sveinn hafi
á einhverju stigi verið borin fram með rdn-framburði, þ.e. að þetta <r> í
dæmum eins og <Orný> og <suæirn> hafi í raun táknað /r/? Skoðum
það aðeins nánar með hliðsjón af þeim tveim kostum sem lýst var í (2) hér
framar, þ.e. stafsetningartilgátunni og framburðartilgátunni.
Allir þeir fræðimenn sem hér hefur verið vitnað til líta svo á að rithátt-
ur eins og <suæirn> og <Orný> bendi til þess að dn-framburður á /nn/
(á eftir löngu sérhljóði) hafi verið kominn til sögunnar á þeim tíma sem
dæmin eru frá (þ.e. 1332) og sömuleiðis einhvers konar dn-framburður á
/rn/. Spurningin snýst bara um það hvort og þá hvar /r/ hafi komið við
sögu. Ef til vill má nýta sér eitthvað af því sem við vitum um samtímaleg
tilbrigði og eðli máltöku til að varpa frekara ljósi á þetta.
Þegar málbreyting hefst verða alltaf til einhver tilbrigði í málsamfélag-
inu og þau geta reyndar lifað öldum saman. Eins og Kristján Árnason
rekur í bók sinni um íslenska hljóðkerfið (2005:353–356) er ekki alveg
einfalt mál að átta sig á því hvernig, hvenær og í hvaða röð þær breytingar
hafa gerst sem leiddu til þess að nöfn eins og Björn og Árni hafa til
skamms tíma getað haft þrenns konar framburð: svokallaðan rn-fram-
burð (lengst varðveittur á Suðausturlandi), rdn-framburð og dn-framburð.
Höskuldur Þráinsson150