Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 151
Einn möguleikinn er sá að fyrst hafi /d/ verið skotið inn í hinn upphaf-
lega rn-klasa en síðan sé valfrjálst hvort /r/ er fellt brott. Þróunin væri þá
/rn/ > /rdn/ > /dn/ (sjá t.d. Kristján Árnason 2005:355). Þetta þýðir þá
að einhverjir íslenskir málnotendur á 14. öld, m.a. börn á máltökuskeiði,
gætu hafa heyrt nöfn eins og Árni borin fram á þrjá vegu:7
(4) rn-framburður rdn-framburður dn-framburður
Árni [auːrnɪ] [auːrdnɪ] [auːdnɪ]
Ef dn-framburðurinn er síðasta skrefið í þróuninni, og kannski upphaf-
lega bundinn við algeng orð og í upphafi við frekar hratt eða óformlegt
tal, gæti spurningin um þau Svein og Oddnýju hafa litið svona út fyrir
málnotendum á 14. öld, ef dæmið er sett upp líkt og oft er gert þegar
áhrifsbreytingum er lýst (sjá líka (1) hér framar):
(5) algengur framburður annar framburður
Árni [auːdnɪ] [auːrdnɪ]
Björn [bjœdn] [bjœrdn]
Sveinn [sveiːdn] X; X = [sveiːrdn]
Oddný [ɔdniː] X; X = [ɔrdniː]
Málnotandi, t.d. barn á máltökuskeiði, sem heyrir að nöfn eins og Árni
og Björn eru ýmist borin fram með dn eða rdn getur því sem best dregið
eftirfarandi ályktun (ómeðvitað): Úr því að nöfn eins og Sveinn og Oddný
hafa dn-framburð, eins og Árni og Björn geta haft, ættu slík nöfn líka að
geta haft rdn-framburð, eins og Árni og Björn geta haft.8 Þá verður líka
Um öfuga stöfun og tilbrigði í framburði 151
7 Nákvæmt hljóðgildi sérhljóða og samhljóða skiptir ekki máli hér. Hér er t.d. hljóð -
ritað eins og hið upprunalega langa /aː/ hafi verið orðið tvíhljóð á þessum tíma, enda er
vanalega gert ráð fyrir því að gömlu löngu einhljóðin hafi orðið tvíhljóð á 14. öld (sjá t.d.
Kristján Árnason 2005:332–34). Þau hafa væntanlega enn verið löng, eins og hér er sýnt,
þar sem hljóðdvalarbreytingin svonefnda er almennt ekki talin hefjast fyrr en á 15. öld.
Loks má nefna að ekki skiptir máli hvort rödduð lokhljóð voru til á þessum tíma eða ekki
en hér er til einföldunar notað hljóðritunartáknið [d] fremur en [t] þegar dn-framburður er
sýndur — og þá líka rdn-framburður.
8 Ritrýnir segist ekki kannast við aðrar heimildir en þessa um /rdn/-framburð í nöfn -
unum Sveinn og Oddný né um /rdn/-framburð á öðrum sambærilegum orðum og bendir
á að slíkur framburður hafi ekki lifað til nútíma. Í framhaldinu spyr hann hvort það væri
ekki sérkennileg tilviljun ef /rdn/-framburður hefði einungis horfið úr orðum sem höfðu
eldra /nn/ en ekki úr orðum sem höfðu eldra /rn/. Hér er því til að svara að ekki er verið
að halda því fram að /rdn/-framburður hafi verið algengur í orðum á borð við Sveinn og
Oddný. Sjálfsagt hefur hann ekki verið það, enda ýmislegt sem vinnur á móti honum (t.d.
beygingin Sveinn – Svein, hugsanlegt gagnsæi nafnsins Odd-ný). Málið snýst aðeins um