Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 152
alveg eðlilegt að skrifa þessi nöfn með <rn> til samræmis við önnur orð
þar sem rdn-framburður kemur fyrir og skrifa þá til dæmis <suæirn> og
<Orný> eins og gert er í bréfinu frá 1332. Þegar betur er að gáð er m.ö.o.
alveg hugsanlegt að rithátturinn <rn> í nöfnunum Sveinn og Oddný endur -
spegli í raun og veru framburð með /r/ (þ.e. rdn-framburð) sem hefur
(tímabundið) orðið til fyrir áhrif frá framburðarpörum með dn-/rdn-
fram burði.
4.2 Hundrat, höfut og hernat
Eins og alkunna er breyttist /t/ í /ð/ í áherslulausri bakstöðu, sbr. farit >
farið, at > að, þat > það o.s.frv. Þessi breyting kemur auðvitað fram í staf-
setningu þannig að farið er að skrifa <d> (eða <ð>) þar sem áður var
skrifað <t> í orðum af þessu tagi. Þessi breyting virðist hafin á 13. öld (sjá
t.d. Harald Bernharðsson 2002:176–177). En á 14. og 15. öld er líka stund-
um skrifað <t> þar sem /t/ er ekki upprunalegt, svo sem <hundrat>
fyrir hundrað, <hofut> fyrir höfuð (Haraldur Bernharðsson í samtali) og
Bjarni Gunnar Ásgeirsson (2013:34) nefnir líka dæmið <hernat> fyrir
hernað (strax á 13. öld?). Samkvæmt því sem lýst var í (2) eru tvær leiðir
til að túlka þessi dæmi:
(6)a. Rithátturinn með <t> er raunveruleg öfug stöfun sem stafar af því
að skrifarinn veit að orð sem borin eru fram með /ð/ eru stundum
skrifuð með <t> (til dæmis farit, at, þat). (Þetta er hin hefðbundna
túlkun og t.d. sú sem Bjarni Gunnar Ásgeirsson gerir ráð fyrir á til-
vitnuðum stað.)
b. Rithátturinn með <t> er til marks um áhrifsbreytingu í fram-
burði: Vegna þess að breytingin /t/ > /ð/ í áherslulausri stöðu er
ekki „um garð gengin“ þótt hún sé hafin hefur skrifarinn heyrt
orðmyndir eins og farit, at, þat o.s.frv. ýmist bornar fram með /t/
eða /ð/. Fyrir áhrif frá þessum framburðartvímyndum á hann það
til að bera orðmyndir eins og hundrað, höfuð og hernað fram með
Höskuldur Þráinsson152
skýringu á tilteknum dæmum í handritum sem oft er vísað til í fræðilegum skrifum, þ.e. á
stafsetningunni <rn> í <suæirn> fyrir Sveinn og <Orný> fyrir Oddný. Það er sjálfsagt
rétt að erfitt sé að finna sambærileg dæmi en það þarf samt að skýra eða túlka þau dæmi
sem til eru. Venjulega skýringin er að þau séu til marks um „ranga“ stafsetningu. Hér er
stungið upp á því að þau geti eins verið til marks um „rangan“ framburð, nokkurs konar
áhrifsbreytingu í framburði (sbr. uppsetninguna í (5)). Hvor túlkunin sem valin er þarf að
skýra af hverju slík dæmi eru ekki algengari en raun ber vitni.