Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 156
hann hefði aldrei verið til), heldur einungis á -a. Þar með væri fallin forsend-
an fyrir því að skrifa Bolungarvík með r-i í nútímastafsetningu.
Þegar Baldur talar um að tilbrigðin -ar/-a hafi „upphaflega verið til bæði
í ræðu og riti í ýmsum orðum“ virðist hann eiga við dæmi eins og Reykja-
og Reykjar-, þ.e. orð þar sem það er „á reiki, hvort forliður endar á -ar eða
-a, og getur hvort tveggja verið eðlilegar beygingarmyndir“ (s.st.). Og
þegar hann segir að framburður með -ar hafi „aldrei verið til“ í nöfnum
eins og Bolungarvík og Hælarvík hlýtur hann að eiga við tímann áður en
menn fóru að „bera fram r af því að það var skrifað“, eins og hann segir
þar rétt á undan.
En skoðum þær frænkur Bolunga(r)vík og Hæla(r)vík aðeins nánar í
ljósi þess sem áður var sagt um /r/ í r-skertum mállýskum í ensku. Eins
og þar kom fram hefur innskots-r laumað sér inn í orð eins og Bavariar
og idear, jafnvel þegar ekkert sérhljóð fer á eftir, vegna þeirra líkinda sem
þessi orð hafa í máli margra við orð þar sem /r/ er upprunalegt, t.d. car.
Þetta er ekki stafsetningarframburður eða ofvöndun, eins og þegar hefur
komið fram, heldur eðlilegt mál margra. Þess vegna þarf það ekki heldur
að vera stafsetningarframburður að menn beri fram -ar- í orðum eins og
Bolungarvík og Hælarvík jafnvel þótt -a- sé (eða væri) hið upprunalega.
Þetta geta alveg eins verið framburðartilbrigði, e.t.v. til komin fyrir áhrif
frá samsettum orðum þar sem fyrri hlutinn getur ýmist endað á -a- eða
-ar- frá málfræðilegu (beygingarlegu) sjónarmiði eins og Baldur bendir á.
Slík áhrif mætti þá sýna á þessa leið með þríliðuaðferðinni með hliðsjón
af dæmum Baldurs um Reykja- og Reykjar- (hér er hljóðritun í samræmi
við nútímamál):
(11) algengur annar
framburður framburður
Reykja(r)- [reiːcha-] [reiːchar-]
Bolunga(r)- [pɔːluŋka-] X; X = [pɔːluŋkar-]
Hæla(r)- [haiːla-] X; X = [haiːlar-]
Ef þetta er rétt, er ekkert ólíklegt í sjálfu sér að það geti verið mismunandi
frá einum tíma til annars hvort algengara er að hafa <r> með í orðum af
þessu tagi eða ekki. Það fer bara eftir því hvor framburðurinn er algengari
í umhverfi þeirra eða máli sem skrifa.11
Höskuldur Þráinsson156
11 Hitt er svo annað mál að í raun snýst þessi spurning ekki bara um stafsetningu. Vel
má halda því fram að beri menn viðkomandi nafn fram með -r- þá eigi þeir að láta það
koma fram í stafsetningunni en séu þeir vanir að bera nafnið fram án -r- þá sé rétt að skrifa