Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 157
5. Lokaorð
Meginniðurstaða þessarar greinar er sú að við ættum að gefa því meiri
gaum en oft er gert að svokölluð öfug stöfun þarf ekki endilega að vera
„öfug“ heldur getur hún líka verið vísbending um framburð eða tilbrigði í
framburði. Það virðist líka vera skoðun Anttila í eftirfarandi tilvitnun
(1972:36), sem má alveg nota sem lokaorð hér:
[…] cases where orthography is modified against etymological justification
are called inverse spellings. But writing not only provides visible proof of
language changes, it also indicates linguistic variety. In modern societies,
generally, a standard language is endorsed by strong central governments,
and dialectal variation is suppressed, at least in writing. Formerly, there was
much more flexibility; regional dialects were mostly accepted on a par, and
different writers could use slightly different spellings (often influenced by
their native dialects) within the same dialectal standard. These are matters
that greatly complicate the study of the relation between sound and writing.
Thus philologists must be able to handle writing in connection both with
linguistic change and with linguistic variation […]
Hér minnir Anttila á það að stafsetning er ekki eingöngu vitnisburður um
málbreytingar heldur getur hún einnig verið vísbending um tilbrigði í
máli. Nú á tímum er stafsetning yfirleitt samræmd og oft er eitt afbrigði
í framburði tekið fram yfir annað. Þessu var ekki þannig farið fyrr á
tímum. Þess vegna getur verið flóknara en ætla mætti að túlka ritaðar
heimildir og þeir sem það gera þurfa bæði að hugsa um málbreytingar og
tilbrigði.
heimildir
Alexander Jóhannesson. 1923–1924. Íslenzk tunga í fornöld. Bókaverzlun Ársæls Árna -
sonar, Reykjavík.
Anttila, Raimo. 1972. An Introduction to Historical and Comparative Linguistics. The Mac -
millan Company, New York.
Ari Páll Kristinsson. 1987. Stoðhljóðið u í íslensku. Kandídatsritgerð, Háskóla Íslands.
Ari Páll Kristinsson. 1992. U-innskot í íslensku. Íslenskt mál 14:15–33.
Um öfuga stöfun og tilbrigði í framburði 157
það í samræmi við þann framburð. — Loks mætti lengja þessa grein með umfjöllun um
tvímyndir á borð við byggingarnefnd og bygginganefnd, mánaðamót og mánaðarmót o.s.frv.,
eins og ritrýnir bendir á. Slíkar myndir valda stundum deilum og rökræðum um stafsetn -
ingu en eru þó áreiðanlega ekki síður til vitnis um tilbrigði í framburði. Hér verður þó ekki
farið lengra út í þá sálma.