Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 163
margrét guðmundsdóttir
Holt og bolt
Sitt lítið af hverju um lt
1. Inngangur
Í þessari grein verður fjallað um framburð hljóðasambandsins /lt/, en hún
er nokkurs konar framhald stuttrar greinar í síðasta hefti tímaritsins þar
sem fjallað var um /ðk/, sbr. orð eins og maðkur (sjá Margréti Guð munds -
dóttur 2017). Fyrst verður fjallað stuttlega um sérstöðu /lt/ innan svo-
kallaðs raddaðs framburðar en um hann gilda sérstakar reglur (sjá Baldur
Jónsson 1982). Næst víkur sögunni að rannsókn Björns Guð finns sonar og
framsetningu niðurstaðna. Þar kemur meðal annars fram að í umfjöllun
um raddaðan framburð fæst ekki mjög skýr mynd af /lt/. Loks verður
rýnt í gögn Björns og leitast við að draga fram nákvæmari upplýs ingar um
tíðni og útbreiðslu raddaðs /lt/.1
Áður en að þessum viðfangsefnum kemur verður sagt stuttlega frá
rann sókn Björns og aðferðum við að nýta gögn hans til að fá nákvæmari
upplýsingar um niðurstöðurnar en birtust á sínum tíma í Mállýzkum II
(sjá Björn Guðfinnsson 1964).
2. Raddaður framburður og reglur um [lth]-framburð
Munur þeirra framburðarafbrigða sem jafnan eru kölluð raddaður og
óraddaður framburður birtist í hljóðasamböndum með /l,m,n/ + /p,t,k/,
til dæmis í orðunum úlpa, æmta og hanki, sem og hljóðasambandinu /ðk/,
í orðum eins og maðkur, en /ð/ kemur hvorki fyrir á undan /p/ né /t/. Í
rödduðum framburði er fyrra hljóðið raddað en það síðara fráblásið, [ulpʰa].
Hann er helst að finna á Norðurlandi en mikill meirihluti landsmanna
hefur fyrra hljóðið óraddað og það síðara ófráblásið, [upa].
Íslenskt mál 40 (2018), 163–179. © 2019 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.
1 Allar eru þessar athuganir nokkurs konar hliðarafurð stærri rannsóknar sem ég vinn að
og er hluti af rannsóknarverkefninu Málbreytingar í rauntíma í íslensku hljóðkerfi og setningagerð
undir stjórn Höskuldar Þráinssonar. Sú rannsókn naut styrks frá Rannsóknasjóði (Rannís) og
Þjóðhátíðarsjóði. Ég þakka ritstjórum tímaritsins yfirlestur og gagnlegar ábendingar.