Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 165
Hjá meirihluta landsmanna er lokhljóðið ófráblásið ([aːpɪ]) en í harðmælis-
framburði, sem einkum kveður að á Norðurlandi, er það fráblásið ([aːpʰɪ]).
Þegar Björn lést, árið 1950, virðist úrvinnsla um önnur framburðar af -
brigði hafa verið langt komin. Það sést meðal annars á efni fyrirlestrar um
fram burð og stafsetningu sem hann flutti í Háskóla Íslands og útvarpinu árið
1946 þar sem fram komu ýmsar upplýsingar um tíðni afbrigða byggðar á
rannsóknunum. Fyrirlesturinn var gefinn út á bók 1947 (endur útgefin 1981),
Breytingar á framburði og stafsetningu, sem hefur einnig að geyma mikilsverða
heimild um hugmyndir Björns um samræmingu framburðar. Nokkru eftir
lát Björns tóku þeir Ólafur M. Ólafsson og Óskar Ó. Halldórsson að sér að
vinna úr gögnum hans. Afraksturinn var bókin Um íslenzkan framburð. Mál -
lýzkur II sem út kom 1964 undir nafni Björns (hér eftir aðeins Mállýzkur II).
Þar er meðal annars að finna upplýsingar um tíðni og útbreiðslu raddaðs og
óraddaðs framburðar sem hér verður fjallað um, með áherslu á /lt/.
Mállýzkur II hafa fyrst og fremst að geyma niðurstöður svokallaðrar
yfirlitsrannsóknar sem náði til 6.520 barna úr nánast hverju einasta sveitar-
og bæjarfélagi landsins. Upplýsingarnar eru settar fram í töflum, einni
fyrir hverja sýslu eða bæjarfélag. Þar er greint frá fjölda hljóðhafa í hverju
skólahverfi, hversu margir höfðu hreint afbrigði af hvorri tegund og hve
margir notuðu blandaðan framburð. Í lok umfjöllunar um hverja sýslu eða
kaupstað er tekið saman heildaryfirlit yfir skiptingu milli afbrigða. Til
skýrleiksauka er hér birt sama tafla (þ.e. tafla 1) og í grein minni um /ðk/
sem sýnir flokkun málhafa í Norður-Þingeyjarsýslu eftir því hvort þeir
notuðu hreinan raddaðan framburð (56,07%), hreinan óraddaðan fram-
burð (4,67%) eða bæði afbrigðin, þ.e. blandaðan framburð (39,25%) (sjá
Björn Guðfinnsson 1964:35 og Margréti Guðmundsdóttur 2017:148).
skólahverfi hljóðhafar raddaður óraddaður blandaður
framb. framb. framb.
Kelduness 17 17 0 0
Öxarfjarðar 10 6 1 3
Núpa 13 7 0 6
Raufarhafnar 30 13 2 15
Svalbarðs 14 12 0 2
Sauðaness 23 5 2 16
Samtals: 107 60 (56,07%) 5 (4,67%) 42 (39,25%)
Tafla 1: Raddaður framburður í Norður-Þingeyjarsýslu samkvæmt rann -
sókn Björns Guð finnssonar.
Holt og bolt 165