Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Blaðsíða 166
Auk taflnanna er í Mállýzkum II gerð sérstök grein fyrir hljóðasamband-
inu sem ritað er ðk og brá fyrir í þremur afbrigðum sem dreifðust um
stórt svæði eins og ég fjallaði um í fyrri grein (sjá Margréti Guðmunds -
dóttur 2017). Við Skagafjarðarsýslu, Siglufjörð, Eyjafjarðarsýslu, Akur -
eyri og Suður-Þingeyjarsýslu er sömuleiðis sérstök klausa helguð lt (og
getið um það víðar eftir atvikum) og í Eyjafjarðarsýslu er að auki fjallað
um lft. Ólíkt /ðk/ var raddaður framburður í þessum tilvikum sjaldgæfari
en gilti um önnur hljóðasambönd, svo mjög að í skilgreiningu á hreinum
rödduðum framburði í Mállýzkum II er þetta hljóðasamband undanskilið.
Þeir eru því taldir hafa hreinan raddaðan framburð sem notuðu hann
undan tekningarlaust í öðrum hljóðasamböndum. Í fyrrgreindum athuga -
semd um um lt er þess hins vegar getið hversu margir notuðu [lth]-fram-
burð að einhverju leyti. Á heildina litið gefur þessi framsetning þó ekki
skýra mynd af tíðni og útbreiðslu [lth]-framburðar og nokkuð erfitt er að
átta sig á henni. Það er hins vegar hægt, upp að vissu marki, með því að
rannsaka framburðarspjöld Björns sem varðveitt eru á Landsbókasafni
Íslands – Háskólabókasafni. Nú víkur sögunni að þeim.
3.2 Framburðarspjöld og greining raddaðs framburðar
Í yfirlitsrannsókn Björns var framburður skráður á sérstök spjöld. Öðrum
megin er að finna upplýsingar um þátttakandann, eða hljóðhafann svo
notað sé orðaval Björns. Hinum megin voru forskráðar breytur sem rann-
sakandi merkti við og reitur fyrir athugasemdir. Spjöldin voru ekki ná -
kvæmlega eins um land allt, til dæmis voru ekki breytur fyrir raddaðan
framburð á öllum spjöldum en þær er að finna á mynd 1 sem sýnir spjald
úr Eyjafjarðarsýslu.
Á spjaldinu getur fyrst að líta breytur fyrir harðmæli og linmæli. Strikað
er undir p, t og k sem sýnir að hljóðhafinn var harðmæltur, notaði hreint
harðmæli. Næst koma fjórar breytur fyrir raddaðan framburð og þar sýna
merkingar að hljóðhafinn bar /l/ ýmist fram raddað eða óraddað, en táknin
vísa þó aðeins til /lp/ og /lk/. Hljóðhafinn bar hins vegar öll dæmaorð með
/m,n,ð/ fram með rödduðum framburði. Það má ráða af því að aðeins er
strikað undir táknin í efri línunni. Þessi fjögur bókstafapör sýna hvort fram-
burðurinn taldist blandaður eða hreinn. Þessi hljóðhafi hafði því blandaðan
framburð þó að órödduðum framburði brygði aðeins fyrir í einu af fjórum
hljóðasamböndum. Næst koma nokkur skáletruð tákn sem sjaldan er merkt
við og mér hefur ekki tekist að túlka. Síðasta breytan fyrir raddaðan fram-
burð er svo /lt/ sem hljóðhafinn bar ýmist fram radd að eða óraddað.
Margrét Guðmundsdóttir166