Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 168
dæmis í sambandinu /rt/ (vertu) og í haltur þar sem /lt/ er ævinlega óradd -
að (sjá Baldur Jónsson 1982:94)). Aðstoðarfólk hlustaði á upptökur og
skráði upplýsingar um framburð hvers dæmaorðs. Loks voru þær upp lýs -
ingar færðar inn í gagnavinnsluforritið SPSS þar sem órödduðum fram -
burði var gefið gildið 1 en rödduðum framburði gildið 2. Út frá þessu er
síðan hægt að reikna meðaleinkunn, hvort sem er fyrir raddaðan fram-
burð í heild eða einstakar breytur. Hjá þeim sem notaði þessi afbrigði í
jöfnum hlutföllum (raddaðan framburð í 50% tilvika og óraddaðan sömu-
leiðis) væri einkunnin þá 1,5. Venja er að nota gildin 100 og 200 í stað 1
og 2 og verður henni fylgt hér. Að sama skapi verður meðaleinkunnin 1,5
að 150. (Um RÍN-rannsóknina sjá einkum Kristján Árnason og Höskuld
Þráinsson 2003, Kristján Árnason 2005:372–375 og Katrínu Maríu Víðis -
dóttur 2011. Hjá Katrínu Maríu má einnig lesa um RAUN-rannsóknina,
sem og hjá Margréti Láru Höskuldsdóttur 2013 (einnig 2012).)
Athugun á gögnum Björns hefur leitt í ljós að í flestum tilvikum er
hægt að reikna einkunn á sama hátt og gert var í RÍN og þá jafnframt
meðaleinkunn. Þetta er þó aðeins misjafnt eftir bæði svæðum og breytum
en í Eyjafirði er hægt að reikna einkunn fyrir raddaðan framburð allná-
kvæmlega. Það byggist á tvennu: Annars vegar birti Björn texta í Mál lýzk -
um I sem sagt er að hafi verið notaður „mikið í Eyjafjarðarsýslu“ (sjá Björn
Guðfinnsson 1946:138–139). Hér eftir verður hann gjarna kallaður Eyja -
fjarðartextinn. Í öðru lagi virðist skráning dæma á spjöldin ítarleg. Þannig
má sjá á mynd 1 að við táknið er tilvísunarmerki, „1)“, sem endur tekið er
í athugasemdareit með orðunum „hjálp, mjólk, álkuna“.4 Í því felst að
þessi orð voru borin fram með órödduðum framburði og ekki verð ur ann -
að séð en ætlunin hafi verið að hafa slíka upptalningu tæmandi, þó að ekki
sé víst að það hafi alltaf tekist.
Til að geta reiknað einkunn út frá þessum upplýsingum þarf heildar-
fjölda dæma. Hann finnst með talningu í fyrrnefndum texta, Eyja fjarðar -
textanum. Hún leiðir í ljós að orðin sem komu til greina með rödduðum
framburði, að frátöldu /lt/, eru 25 og því er hægt að reikna einkunn þessa
hljóðhafa á eftirfarandi hátt:
3 dæmaorð með órödduðum framburði x einkunnin 100 = 300
22 dæmaorð með rödduðum framburði x einkunnin 200 = 4.400
Alls 4.700, deilt með heildarfjölda orða (25) = einkunnin 188 (88% raddaður
framburður).
Margrét Guðmundsdóttir168
4 Tilvísunarmerkið getur verið við hvort táknið sem er en virðist oftast sýna hvar mál-
hafi vék frá sínum algengasta framburði.