Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 169
Á sama hátt er hægt að reikna einkunnir annarra málhafa og á grundvelli
þess einkunnir heilu sýslnanna og stærri svæða — og það hef ég gert. Þó
að stöku sinnum séu upplýsingar á spjöldum ófullnægjandi þannig að áætla
þurfi einkunn er skekkjan sem það veldur afar lítil á heildina litið. Til þess
að reikna út einkunn fyrir [lth]-framburð þarf hins vegar heldur meiri
yfirlegu.
4.2 Hreinn [lth]-framburður í rannsókn Björns
Skilgreiningin „hreinn raddaður framburður“ hjá Birni Guðfinnssyni fel -
ur í sér að öll dæmaorð með /ðk/, /m,n/ + /p,t,k/ og /l/ + /p,k/ hafi verið
borin fram með rödduðum framburði. Á grundvelli reglna um framburð
/lt/ mætti hafa skilgreiningu á hreinum rödduðum framburði /lt/ þrengri,
þ.e. undanskilja þau orð sem ævinlega hafa óraddað /lt/ eins og holt (í lands -
lagi), piltur, skalt, gamalt o.fl. Slík skilgreining virðist þó ekki notuð í
Mállýzkum II. „Enginn hljóðhafi hafði hreinan lth-framburð,“ segir þar
(Björn Guðfinnsson 1964:18). Þegar rýnt er í spjöldin kemur þó í ljós að
hægt er að finna spjöld þar sem framburðurinn er greindur sem bæði [lth]
og [t] en skráð dæmi sýna að framburðurinn var ævinlega [lth] þegar þess
var hægt að vænta í textanum sem lesinn var.
Eyjafjarðartextinn hefur að geyma 15 orð/orðmyndir með lt eða lft.
Þar af eru átta sem þeir sem nota [lth]-framburð bera samt sem áður fram
með órödduðum framburði samkvæmt skilgreiningu Baldurs Jónssonar.
Orðin eru talin upp í (1) og samhengi sýnt eftir þörfum.
(1) fullt (… fullt glas …)
hollt (… fæðið sé hollt)
spillt (Grasið er orðið gult og spillt)
stillt (… skaltu vera stillt …)
skaltu (… skaltu vera stillt …)
holtið (Holtið sjálft er ekki grænt)
piltur
mælt (Gaztu mælt þessu bót)
Eftir standa sjö orð/orðmyndir þar sem raddaður framburður getur komið
fram hjá þeim sem á annað borð hafa [lth]-framburð að einhverju marki
eða öllu leyti, sbr. (2).
(2) álftir (Álftir eru farfuglar)
álftirnar (Álftirnar teygðu upp álkuna …)
Holt og bolt 169