Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 172
hr. óradd. bl. framb. hr. radd. einkunn
ðk 3,61 2,62 93,77 195,08
m 3,28 7,87 88,85 193,26
n 3,61 8,52 87,87 192,84
l+p,k 4,59 20,33 75,08 189,48
lt 11,48 78,03 10,49 163,51
Tafla 2: Hlutfall (%) hreins óraddaðs framburðar, blandaðs framburðar og
hreins raddaðs framburðar eftir hljóðasamböndum ásamt meðaleinkunn-
um (100 = óraddaður framburður, 200 = raddaður framburður). Úrtakið
er 305 Eyfirðingar í rannsókn Björns Guðfinnssonar.
Hér sýna hlutfallstölurnar glöggt að hreinn raddaður framburður /lt/ er
mun sjaldgæfari en í öðrum hljóðasamböndum. Meðaleinkunnin í aftasta
dálkinum er einnig mun lægri en þó er það svo að á heildina litið er raddað
/lt/ algengara en óraddað (því að einkunnin 163,51 jafngildir 63,51%).
Einnig vekur athygli að /l/ + /p,k/ stendur hinum samböndunum að baki
en það leiðir hugann að athugun Höskuldar Þráinssonar (1980) á fram-
burði Mývetninga. Hann kannaði hlutfall hreinnar röddunar eftir breyt-
um og færði rök fyrir því að þegar óraddaður framburður sækti fram legð -
ist hann ekki jafnt á öll hljóðasambönd. Þetta skýrði hann með því að af -
röddun fæli í sér stigbundna einföldun á reglu sem að lokum leiddi til
óraddaðs framburðar. Misjöfn tíðni hreins framburðar og meðaleinkunn-
ir breytnanna í töflu 2 ríma vel við þessa tilgátu Höskuldar.
Eins og fram kom hér að framan lýkur umfjöllun um hverja sýslu eða
kaupstað í Mállýzkum I og II á yfirliti yfir skiptingu milli hreinna afbrigða
og blandaðs framburðar. Þar er þó litið fram hjá /lt/ og þeir taldir hafa
hrein an raddaðan framburð sem nota hann ævinlega í öðrum hljóðasam-
böndum. Hverju skyldi það breyta að miða þessa greiningu við öll hljóða -
samböndin og taka þá tillit til reglna um röddun /lt/? Svarið við því er í
töflu 3 þar sem fyrst er tekið mið af breytunum fjórum sem lagðar eru til
grundvallar í Mállýzkum II5 en síðan sýnt hvernig sama skipting lítur út
ef /lt/ er tekið með í reikninginn.
Margrét Guðmundsdóttir172
5 Tölur um blandaðan og hreinan raddaðan framburð miðað við fjórar breytur eru
ekki nákvæmlega þær sömu og í Mállýzkum II (sjá Björn Guðfinnsson 1964:33). Munur -
inn virðist byggjast á einum hljóðhafa í Svarfaðardal. Á spjaldinu er merkt við bæði l og
en engin dæmi gefin. Í Mállýzkum II er að sjá sem þessi hljóðhafi hafi verið metinn með
hreinan raddaðan framburð en ég met framburðinn blandaðan (en áætla einkunnina háa því
að framburðurinn er raddaður á /m/, /n/ og /ð/).