Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 173
hr. óradd. bl. framb. hr. radd. einkunn
4 breytur:
ðk, m, n, l (+ p,k) 2,62 23,94 73,44 192,20
5 breytur:
ðk, m, n, l (+ p,k), lt-1 2,62 86,89 10,49 185,92
Tafla 3: Hlutfall hreins óraddaðs framburðar, blandaðs framburðar og hreins
raddaðs framburðar í Eyjafjarðarsýslu sýnt á tvo vegu ásamt meðalein-
kunnum. Úrtakið er 305 Eyfirðingar í rannsókn Björns Guðfinnssonar.
Aðferðin sem Björn notaði við að greina tíðni framburðarafbrigða, þ.e.
þrígreining í hrein afbrigði og blandaðan framburð, jafnframt því að und-
anskilja /lt/, sýndi að raddaður framburður stóð sterkt í Eyjafirði. Meðal -
einkunnir staðfesta það. Að hljóðasambandinu /lt/ meðtöldu hefði grein-
ingin gefið til kynna veikari stöðu raddaðs framburðar en efni stóðu til.
Það má því segja að það hafi verið eðlilegt að undanskilja /lt/. Með því að
reikna meðaleinkunnir sést hins vegar að tíðni hans er há í Eyjafjarðar sýslu,
jafnvel þótt /lt/ sé ekki undanskilið.
4.4 Útbreiðslusvæði [lth]-framburðar
Kristján Árnason (2005:372) segir að [lth]-framburður „þekkist einungis á
afmörkuðu svæði við norðanverðan Eyjafjörð“ sem er heldur djúpt í
árinni tekið því að einkunnir í Skagafirði og Þingeyjarsýslum í RÍN sýna
að þar hefur hann „þekkst“ þótt fátíður sé (sbr. s.r. bls. 275). Baldur Jóns -
son (1982:88) fer nákvæmar í saumana á útbreiðslunni og taldi eitthvað um
[lth]-framburð í Skagafirði austan Vatna en hann væri „einna blómlegastur
út með Eyjafirði vestanverðum“ og eitthvað um hann „um allan eða mest -
allan Eyjafjörð“. Þegar komið væri austur í Fnjóskadal í Suður-Þing eyjar -
sýslu drægi mjög úr honum og tæki „að mestu fyrir hann austan Fnjóskár
og allt austur að Jökulsá á Fjöllum að minnsta kosti“. Eftir því sem austar
dregur kvaðst hann vera „í meiri óvissu“ en þóttist hafa „orðið var við
nokk urt lífsmark með tvenns konar lt-framburði í Norður-Þingeyjar -
sýslu“ (s.st.).6 Baldur bendir hins vegar á skort á rannsóknum enda var
RÍN-rannsóknin aðeins nýhafin þegar hann skrifaði grein sína og ekki
Holt og bolt 173
6 Baldur Jónsson (1982:87) nefnir framburð þeirra sem hafa [lth]-framburð „tvenns
konar lt-framburð“ sem vísar þá til þess að þeir bera /lt/ ýmist fram raddað eða óraddað.