Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 174
auðvelt að glöggva sig á útbreiðslu [lth]-framburðar á grundvelli bókanna
um rannsókn Björns Guðfinnssonar.
Nú eru tök á að kanna upp að vissu marki hversu vel þessar rannsókn-
ir styðja greiningu Baldurs. Sú athugun beinist þó einkum að útbreiðslu
[lth]-framburðar í Skagafirði, Eyjafirði, vesturhluta Suður-Þingeyjarsýslu
og á Akureyri því að rannsóknargögn Björns gefa allskýra mynd af því
svæði. Orð sem skráð eru á framburðarspjöld Björns benda eindregið til
þess að þarna hafi fyrrnefndur Eyjafjarðartexti verið notaður7 en eins og
fram kemur hér á eftir gildir það ekki þegar austar dregur. Þess ber að
geta að með vesturhluta Suður-Þingeyjarsýslu er átt við Hálshrepp, Flat -
eyjar hrepp (sem síðar fór í eyði og sameinaðist Hálshreppi), Svalbarðs -
strandar- og Grýtubakkahrepp.
Hljóðhafar í Eyjafjarðarsýslu eru sem fyrr segir 305 en 99 í Skagafirði
austan Vatna og 60 í skólahverfunum fjórum í vesturhluta Suður-Þing -
eyjarsýslu. Á Akureyri eru hljóðhafar 174. Þeir eru taldir 175 í birtum
niður stöðum Björns, en einn hefur ekki fundist í gögnunum. Þessir
hópar eru bornir saman í töflu 4 þar sem sýnd er hver röddunarbreyta en
einnig heildaryfirlit, annars vegar eins og í Mállýzkum II, þ.e. með fjór-
um breytum, og hins vegar er miðað við allar fimm breyturnar. Í 2. línu
þýðir það, svo dæmi sé tekið, að sé aðeins tekið mið af fjórum breytum
notuðu 48,48% Skagfirðinga (austan Vatna) blandaðan framburð en ef
/lt/ er bætt við hækkar hlutfallið í 85,86%. Þetta endurspeglar um leið að
margir notuðu hreinan raddaðan framburð á öllum hljóðasamböndum
nema /lt/.
Í töflunni er gnægð upplýsinga, en hér er athyglinni einkum beint að
þrem ur öftustu dálkunum. Þar sést ótvírætt að [lth]-framburður var all -
algengur í Skagafirði austan Vatna, en algengari í Eyjafjarðarsýslu og í
vestur hluta Suður-Þingeyjarsýslu. Lítill munur er á þeim svæðum. Akur -
eyri sker sig hins vegar nokkuð úr. Þar er minna um raddaðan framburð,
sama til hvaða hljóðasambands er litið.
Nú er það vitaskuld túlkunaratriði hvað sé fátítt eða algengt og hvað
sé stórt útbreiðslusvæði eða lítið. Í ljósi þess hve rík áhersla hefur verið
lögð á sérstöðu þessa framburðar innan raddaðs framburðar komu þó
þess ar tölur mér nokkuð á óvart. Vissulega stendur eftir að sérstakar regl-
ur gilda um röddun /lt/ og röddun þessa hljóðasambands er sjaldgæfari
en röddun hinna sambandanna. Tafla 4 sýnir þó að á 5. áratugnum var [lth]-
framburður talsvert algengur á stóru svæði.
Margrét Guðmundsdóttir174
7 Einn hljóðhafi í Skagafirði virðist að auki hafa lesið annan texta.