Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 177
skag. a. eyjafj.- vestur- ljósav.- austur- n.-þing. n.-múl.
vatna sýsla hluti og bárð- hluti
s.-þing. dælahr. s.-þing.
BG
(f. um 1930) 141,99 163,51 159,28 106,12 100 100 100
RÍN, f.
fyrir 1950 128,92 162,19 123,63 105,07 108,66 116,91 114,93
RÍN, f.
eftir 1950 109,77 127,54 111,7 101,65 104,39 102,02 100,24
Tafla 5: Einkunnir fyrir raddað /lt/ í Skagafirði austan Vatna til og með
Norður-Múlasýslu hjá hljóðhöfum Björns og þátttakendum í RÍN sem
skipt er í tvo hópa eftir aldri.
Miðbik og austurhluti Suður-Þingeyjarsýslu standa eftir sem hálfgerð ráð -
gáta. Báðar rannsóknir benda til að [lth]-framburður hafi verið fátíður í
Ljósavatns- og Bárðdælahreppi þegar á 5. áratugnum, en ekki óþekktur.
Á grundvelli einkunna í RÍN má ætla að hann hafi verið algengari í Norður-
Þingeyjarsýslu og Norður-Múlasýslu. Var þá einhvers konar skarð í [lth]-
framburði um miðbik og í austurhluta Suður-Þingeyjarsýslu? Baldur Jóns -
son virðist hallast að því og þessi athugun styður að svo hafi verið jafnt á
5. áratugnum sem 40 árum síðar.
5. Samantekt
Niðurstöður þessarar umfjöllunar eru helstar:
1. Sé tekið mið af því að í [lth]-framburði eru sum orð og orðgerðir undan -
skilin, þannig að framburðurinn er aldrei raddaður, var hreinn raddaður
fram burður /lt/ til á 5. áratug síðustu aldar.
2. Raddaður framburður /lt/, í þeim orðum sem hans er að vænta í [lth]-
framburði, var fátíðari en raddaður framburður í öðrum hljóðasambönd-
um á 5. áratugnum en þó algengari en óraddað /lt/ bæði í Eyjafjarðarsýslu
og hluta Suður-Þingeyjarsýslu.
3. [lth]-framburður var algengastur í Eyjafjarðarsýslu og vesturhluta Suður-
Þingeyjarsýslu á 5. áratugnum, en einnig allalgengur í Skagafirði austan
Vatna. Um miðbik Suður-Þingeyjarsýslu og austurhlutanum virð ist hafa
verið nokkurs konar skarð í [lth]-framburði sem hafi verið eitthvað al -
geng ari þar fyrir austan.
Holt og bolt 177