Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 183
Ritdómar
Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Einar Freyr Sigurðsson
(ritstj.). 2013–2017. Tilbrigði í íslenskri setningagerð I–III (I. Markmið, að -
ferðir og efniviður 2013, II. Helstu niðurstöður. Tölfræðilegt yfirlit 2015, III.
Sérathuganir 2017; 127 + 364 + 360 bls.). Málvísindastofnun Háskóla Ís -
lands, Reykjavík. Dreifing: Háskólaútgáfan.
1. Inngangur
Þetta mikla verk kom út hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands 2013–2017 í rit-
stjórn Höskuldar Þráinssonar, Ásgríms Angantýssonar og Einars Freys Sigurðs -
sonar. Aðrir höfundar eru: Ásta Svavarsdóttir, Eiríkur Rögnvaldsson, Guðrún
Þórðardóttir, Heimir Freyr Viðarsson, Hlíf Árnadóttir, Jóhannes Gísli Jónsson,
Matthew J. Whelpton, †Salbjörg Óskarsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Sigrún
Steingrímsdóttir, Tania E. Strahan, Theódóra A. Torfadóttir, Þórhallur Eyþórs -
son og Þórunn Blöndal.
Aðföng verksins eru að langmestu leyti úr rannsóknarverkefninu Tilbrigði í
setningagerð (hér eftir Tilbrigðaverkefnið) sem Höskuldur Þráinsson hafði for-
göngu um og stjórnaði. Verkefnið hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði Rann -
ís árin 2005–2007. Auk Höskuldar og annarra höfunda efnis komu fjölmargir að
verkefninu eða lögðu því lið með einum eða öðrum hætti, eins og skilmerkilega
er rakið í formála. Efninu var að stærstum hluta safnað í þremur skriflegum
könn unum (tilbrigðakönnun 1, 2 og 3) sem voru gerðar á um 30 stöðum víðs
vegar um land. Hver könnun innihélt um 120 spurningar þar sem þátttakendur,
að meðaltali um 750 í hverri könnun, voru beðnir að leggja mat á gæði setninga:
já (eðlileg setning, svona get ég vel sagt), ? (vafasöm setning, ég myndi varla segja
svona), nei (ótæk setning, svona get ég ekki sagt). Þar að auki voru eyðufyllingar,
valspurningar þar sem þátttakendur voru beðnir að velja á milli tveggja eða
þriggja kosta og setningar sem þátttakendur voru látnir hlusta á í stað þess að lesa
þær af blaði. Annað efni sem notað var til samanburðar var m.a. viðtöl, talmáls-
legir textar og sér kannanir meðal grunnskólanemenda, gerðar í samvinnu við Náms -
mats stofn un. Félagslegu breyturnar í tilbrigðakönnununum voru búseta, kyn,
mennt un (grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli) og aldur (nemendur í 9. bekk
grunnskóla, 20–25 ára, 40–45 ára, 65–70 ára).
Verkið skiptist í þrjú bindi og 28 kafla. Fyrsta bindið fjallar um markmið,
aðferðir og efnivið í fimm köflum. Annað bindið er hryggjarstykkið í verkinu og
Íslenskt mál 40 (2018), 183–202. © 2019 Íslenska málfræðifélagið, Reykjavík.