Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 185

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 185
um félagslegu dreifinguna í stuttu máli í einum sérstökum kafla, að undantekinni aldursdreifingunni; allar þessar tölfræðilegu niðurstöður um takmarkaða fylgni við félagslegar breytur eru tilbreytingarlaus lestur og vekja lítinn áhuga. En þar á móti kemur að nú liggja þessar niðurstöður fyrir og geta nýst til samanburðar í framtíðinni. Og víst er það gleðiefni að menntun og kyn hafa lítil áhrif á máltil- finningu Íslendinga, hvað sem síðar kann að verða. 7. kafli: Fallmörkun (höf.: Höskuldur Þráinsson, Þórhallur Eyþórsson, Ásta Svavarsdóttir og Þórunn Blöndal) Hér er fjallað um nokkur atriði í fallmörkun: þágufallshneigð (Honum vantar …), nefnifallshneigð (Skákin lauk …), breytilegt andlagsfall (faxa þetta/þessu), fallglöt- un (Það býst ég við) og fallflutning (Listaverkunum sem var stolið eru ómetanleg). Mikið hefur verið skrifað um fallmörkun í íslensku og niðurstöðurnar hér stað - festa að ýmsu leyti það sem menn hafa talið sig vita. Þágufallshneigð er út breidd - ari á meðal hinna yngri en þeirra eldri og þágufallsandlög með sögnum eins og faxa, framlengja og rústa virðast vera í sókn, eru algengari á meðal yngri þátttak- enda en þeirra eldri. Eitt kemur talsvert á óvart hér, nefnilega að fallflutningur hlýtur almennt frekar góðar viðtökur, sjá dæmin í (1); tölurnar hér (og annars staðar) sýna hversu hátt hlutfall þátttakenda sagði „já“.1 (1)a. Listaverkunum sem var stolið eru ómetanleg. 57% b. Þeim sem liggur mikið á hjarta fá tækifæri hér. 74% Svo er reyndar að sjá sem heldur færri samþykki dæmi eins og þessi ef þau inni- halda ekki aðeins sagnarsamræmi heldur líka sagnfyllingarsamræmi (eins og dæmið í (1a)). Setningar af þessu tagi eru ekki auðfundnar í textum og því er ekki vitað hvort hér er um nýjung að ræða. Málfræðingar hafa í öllu falli ekki veitt þessu athygli áður. Ég hef það á tilfinningunni að maður „afvegaleiðist“ í dæmum af þessu tagi (einhvers konar „garðstígsáhrif“, e. garden path effect). Ég gæti vel átt það til að segja Þeim sem liggur mikið á hjarta fá tækifæri hér en myndi síðan líklega leiðrétta mig og segja Þeir sem liggur mikið á hjarta fá tækifæri hér. Það er athyglis- vert að sagnarsamræmið í aðalsetningunum í dæmum af þessi tagi er venjulegt „nefnifallssamræmi“ en ekki hlutlaust „aukafallssamræmi“: Þeim sem … fá … en ekki *Þeim sem … fær … (sbr. hins vegar Þeim líður vel, ekki *Þeim líða vel). Það bendir til þess að nefnifall sé með einhverju móti til staðar í frumlagi aðalsetning- arinnar þótt það sæki sér síðan þágufall til frumlags tilvísunarsetningarinnar, væntanlega í yfirborðsgerð, eftir að sagnarsamræmið á sér stað. Ritdómar 185 1 Það ætti ekki að fara á milli mála hvaða setningar í þessum ritdómi eru ekki fengnar úr Tilbrigðabókunum heldur eru mínar þrátt fyrir að þær séu ekki merktar sérstaklega, hvorki í meginmáli né í númeruðum dæmum. Það er þó rétt að geta þess að dæmi (2)–(4), (17)–(19) og (24), þ.e. þar sem engar prósentutölur eru sýndar, eru mín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.