Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 189
Hér eins og víðast annars staðar í tilbrigðakönnununum kemur fram talsverður
breytileiki í svörunum, en flest er hér þó í nokkru samræmi við það sem menn
hafa talið sig vita. Yngstu þátttakendurnir eru sáttari en aðrir við frávik frá hefð -
inni. Þannig telja 69% þeirra Þeir eru efstir þótt þeir hafa misst marga leikmenn vera
eðlilega setningu (og reyndar 58% allra þátttakenda). Tíðasamræmi virðist einnig
vera á undanhaldi: 63% í yngsta aldurshópnum samþykktu setninguna í (10), en
það kemur reyndar á óvart að rúmlega þriðjungur þátttakenda í eldri aldurshóp-
unum þremur var einnig sáttur við þessa setningu.
12. kafli: Samræmi
(höf.: Höskuldur Þráinsson, Einar Freyr Sigurðsson og Jóhannes Gísli Jónsson)
Hér eru athugunarefnin fjögur: Samræmi við nefnifallsandlög innan setningar (Mér
leiðast/leiðist bílar), samræmi við nefnifallsliði í nafnháttarsamböndum (Mér sýndust/
sýndist vera hestar í garðinum), samræmi við hlutaeignarfall (e. partitive genitive;
Nokkur hluti kjósenda kusu/kaus ekki) og það sem höfundarnir nefna samræmis-
mörk, sem felur það m.a. í sér að sagnir og sagnfyllingar geta ýmist samræmst eða
ekki samræmst frumlagi sem að forminu til er eintölunafnliður en hefur hóp-
merkingu (t.d. Tottenham spilaði/spiluðu langbest).
Í kafla 12.2 er fjallað um samræmi við nefnifallsandlag í 3.p.ft. innan einfaldra
setninga. Athuguð voru eftirfarandi átta dæmi:
(11) a. Þeim leiddust samt kóræfingarnar. 68%
b. Henni leiddist samt bókmenntatímarnir. 63%
c. Honum leiddust tónleikarnir mjög mikið. 75%
d. Henni leiddist samt píanótímarnir alveg ofsalega. 63%
e. Henni hafa alltaf leiðst langar bíómyndir. 65%
f. Honum hefur alltaf leiðst langir stjórnarfundir. 73%
g. Það hafa mörgum blöskrað þessi ummæli. 52%
h. Það hefur sumum blöskrað þessir samningar. 42%
Hér getur persónubeygða sögnin ýmist samræmst andlaginu í tölu eða verið í
hlutlausri 3.p.et.: leiddust/leiddist, hafa/hefur. Niðurstöðurnar eru nokkuð „tvístr -
aðar“. Í mati á einstökum setningum felldu þátttakendur sig heldur betur við
samræmi (52–75%) en samræmisleysi (42–73%), en þegar þeim var gefinn kostur
á að velja á milli samræmis eða samræmisleysis (einnig í átta dæmum) valdi meiri-
hlutinn samræmisleysið í nær öllum tilvikum. Nokkur fylgni við aldur kom í ljós:
Þeir yngstu voru yfirleitt sáttari við samræmisleysi en samræmi, en þessu var
öfugt farið meðal þeirra elstu. Ekki reyndist nein marktæk fylgni við menntun,
kyn eða búsetu.
Í kafla 12.3 er fjallað um samræmi við nefnifallsliði í 3.p.ft. í nafnháttarsam-
böndum. Eftirfarandi átta dæmi voru athuguð:
(12) a. Honum sýndust vera jeppaslóðir í snjónum. 62%
b. Henni heyrðist vera gangtruflanir í bílnum. 52%
c. Mér sýnast nemendurnir hafa rétt fyrir sér. 49%
Ritdómar 189