Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 195
hlið stæður þessa annars staðar í málinu. Þannig er sögnin verða „ein“ sögn í
beygingar hlutanum en margar í setningafræðinni (verða gamall, verða að fara,
verða eitthvað á o.s.frv.).
14. kafli: Kjarnafærsla, stílfærsla, leppsetningar og frumlagseyða
(höf.: Höskuldur Þráinsson, Ásgrímur Angantýsson og Heimir Freyr Viðarsson)
Hér voru könnuð orðaraðartilbrigði í aukasetningum sem málfræðingum hefur
orðið tíðrætt um á undanförnum áratugum. Nokkur af þeim dæmum sem voru
athuguð eru eftirfarandi.
(13) Kjarnafærsla:
a. Ég veit þó að til Aþenu hefur hún aldrei komið. 57%
b. Ráðherrann harmar að það mál skuli þeir ekki hafa rætt. 33%
(14) Stílfærsla:
a. Það er frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi. 85%
b. Allir vissu þó að stolið hafði verið skjávörpum. 40%
(15) Leppur:
a. Þær verða opnaðar þegar það fer að snjóa. 84%
b. Hvaða máli hélst þú að það hefði verið sagt frá? 44%
(16) Frumlagseyða:
a. Það breytist þegar __ fer að rigna. 80%
b. Í blöðunum segir að __ hafi verið bjargað þremur sjómönnum. 14%
Auk þess voru athuguð tvö dæmi sem áhöld eru um hvort telja beri að hafi kjarna-
færslu eða stílfærslu (59% og 42%) og þrjú dæmi um kjarnafærslu í tilvísunar- og
spurnarsetningum (eins og í Ég veit þó ekki hvort til Rómar hefur hún komið, 2%).
Ekki reyndust tengsl við félagslegar breytur hér að aldri undanteknum: Eldri
málhafar voru hrifnari af stílfærslu en þeir yngri og talsvert hlynntari kjarna-
færslu í skýringarsetningum en þeir yngri, en yngri málhafar voru þar á móti
hlynntari leppinnskoti. Það sem einna helst kemur á óvart er að frumlagseyða í
skýringarsetningum fær besta dóma hjá yngstu þátttakendunum, t.d. Í blöðunum
segir að __ hafi verið bjargað þremur sjómönnum (35% já, á móti 4% í elstu tveim
aldurshópunum), þó að undantekinni veðurfarssetningunni Það breytist þegar __
fer að rigna (65%, en 90% meðal elstu þátttakendanna).
Frumlagseyður án undanfara eru nánast bundnar við merkingarsnauð frum-
lög í nútímaíslensku og slíkar eyður má oft fylla með leppnum það (Það breytist
þegar það fer að rigna). Í fornu máli gátu frumlagseyður hins vegar svarað til vís-
andi fornafns. Það væri áhugavert að athuga hvort einhverjir geti sætt sig við slík-
ar eyður, eins og í (17).
(17) a. Hann var glaður þegar __ lagði af stað.
b. Hún sagði að __ færi á morgun.
c. Þeir fara bara ef __ verða beðnir um það.
d. Þú verður alltaf æstur þegar __ horfir á fótbolta.
Ritdómar 195