Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 198
Um niðurstöðurnar segja höfundarnir m.a. (á bls. 320):
Ekki verður séð að þessar niðurstöður feli í sér neinn stuðning við þá stað -
hæfingu Wiklund og félaga (2007) að S3-röðin sé frekar útilokuð en ella
þegar innskots-að er fyrir hendi (eða S2-röðin sé þá frekar skyldubundin).
Þetta er rétt athugað en vekur þó spurningar um tengsl „einstaklingsmálfræði“ og
„almannamálfræði“. Meðhöfundar Wiklund voru m.a. Gunnar Hrafn Hrafn -
bjargar son og Þorbjörg Hróarsdóttir og það er ljóst af grein þeirra og Wiklund
(og Bentzen) að í þeirra máli samræmist innskots-að S2-röðinni en ekki S3-röð -
inni og það er athyglisvert þótt það sé andstætt því sem almennast er. Ég mun
ræða frekar um „einstaklingsmálfræði“ og „almannamálfræði“ hér síðar.
16. kafli: Ýmislegt
(höf.: Höskuldur Þráinsson, Matthew J. Whelpton og Jóhannes Gísli Jónsson)
Hér eru athugunarefnin af ýmsum toga, m.a. útkomuumsagnir, lyfting úr nafn-
hætti með lýsingarorði, ósögð aukafallsfrumlög í nafnháttarsamböndum og tvö-
földun forsetninga. Með útkomuumsögnum er átt við það sem á ensku hefur
verið nefnt resultative verbs og meðal þeirra dæma sem athuguð voru eru Hann
skellti Guðmundi flötum á fyrstu mínútunni (80% já) og Hann frysti ísinn svo
harðan að við gátum ekki borðað hann (33%). Dæmi um lyftingu úr nafnhætti með
lýsingarorði (e. tough movement) eru m.a. Þær segja að karlar séu svo erfiðir að búa
með (63%) og Þess vegna eru stólarnir mjög auðveldir að þrífa (23%). Á meðal dæma
um tvöföldun forsetninga var Ég man ekki lengur með hvaða félagi hann spilar með
(54%). Flestar athuganirnar sem sagt er frá í þessum kafla eru litlar og ég staldra
hér aðeins við eina þeirra, athugun á ósögðum aukafallsfrumlögum í nafnháttar-
samböndum (eða nafnháttarsetningum). Setningarnar í (27) voru athugaðar.
(27)a. Öll dýr eiga rétt á því að líða vel. 72%
b. Nú getur Ósk hlakkað til að líða betur á morgun. 47%
c. Þeir voru hræddir um að verða öllum kastað út. 35%
d. Hún þorir ekki að finnast gaman að læra. 20%
Íslenska er „heimsfræg“ fyrir að leyfa ósögð aukafallsfrumlög í sumum nafnháttar -
setningum, en dæmi um þetta eru mjög misgóð eins og ofangreindar niður stöður
bera að nokkru leyti með sér. Það er ekki dagljóst hvað þessu veldur. Setn ingin
Það er óskemmtilegt að líða svona illa er mér eðlilegt mál en ?*Ég reyndi að líða illa
er ótæk. Ég vonast til að leiðast ekki mikið er í nokkuð góðu lagi, en ??Ég lagði mig
fram um að leiðast ekki er hæpin. Oft eru dæmi af þessu tagi óeðlileg þegar um er
að ræða skýra merkingarlega völdun (e. control), eins og í ?*Ég reyndi að líða illa,
en ásættanlegri þegar ekki er nein slík völdun, eins og í Það er eðlilegt að líða illa
undir svona kringumstæðum. Og reyndar eru dæmi án völdunar eitthvað misjafn-
lega eðlileg. Þannig finnst mér (?)Það er algengt að líða illa undir svona kringum -
stæðum eitthvað lakari en Það er eðlilegt að líða illa undir svona kringum stæðum,
þótt ég telji báðar þessar setningar vera málfræðilega „rétt skapaðar“. Loks er ekki
Ritdómar198