Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 200
Tölfræðilegar athuganir hafa rutt sér mjög til rúms í málfræðinni á þessari öld
og er oft gott eitt um slíkar rannsóknir að segja. En flest orkar tvímælis. Eins og
áður er nefnt er ekki ljóst að máltilfinning margra sé merkilegri eða athyglisverð -
ari en máltilfinning fárra. Það er ekki auðsætt hvernig túlka beri niðurstöður þess
efnis að fimmtungur málhafa samþykki eitthvert tilbrigði sem meirihlutinn hafn-
ar en hafni tilbrigði meirihlutans; um það er svo sem ekki mikið að segja annað
en hið augljósa: Málbrigðin eru misjafnlega vinsæl eða útbreidd.
Það er út af fyrir sig forvitnilegt að sjá t.d. að Það breytist þegar __ fer að rigna
var samþykkt af 80% allra þátttakenda en þó einungis af 65% yngstu þátttakend-
anna. Hér kann því að vera um málbreytingu að ræða og í framtíðinni verður
unnt að prófa það með því að bera þessa setningu undir málhafa á nýjan leik, segj-
um eftir svo sem tvo áratugi. Hafi þessi hlutföll þá fallið eitthvað að ráði rennir
það stoðum undir þá kenningu að málbreyting sé að eiga sér stað en hafi þau lítið
breyst gæti það gefið til kynna að um sé að ræða viðvarandi óreiðu; það væri líka
áhugavert og raunar má vera að slík viðvarandi óreiða sé einmitt „eðlilegt“ eða
venjulegt ástand (sbr. áðurnefndan kafla Heimis Freys Viðarssonar um forn -
ís lensku í 3. bindinu). Þetta er gott og blessað en það segir ekkert um eðli frumlags -
eyðufyrirbærisins. Það er umhugsunarvert að við værum ekki heldur neinu nær
um það þótt niðurstöðurnar hefðu verið einhverjar aðrar, t.d. 40% jákvæði allra
þátttakenda en 20% þeirra yngstu.
Hér væri forvitnilegt að athuga „einstaklingsmálfræðina“. Eftirfarandi setn-
ingar með leppseyðu voru athugaðar (hjá 709–712 málhöfum):
(28)a. Það breytist þegar __ fer að rigna. 80%
b. Eigendurnir segja að __ hafi verið unnin skemmdarverk. 23%
c. Þau vita ekki hvort __ hafa verið rottur undir gólfinu. 18%
d. Allir vissu að __ hafði verið stolið skartgripum. 14%
e. Í blöðunum segir að __ hafi verið bjargað þremur sjómönnum. 14%
Fyrsta setningin, sem flestir samþykkja, er veðurfarssetning án nokkurs merk-
ingarlegs eða eiginlegs frumlags, en hinar fjórar innihalda allar óákveðið frumlag.
Þar að auki er fyrsta setningin atvikssetning en hinar fjórar fallsetningar, ýmist
með nefnifalls- (b, c) eða þágufallsfrumlagi (d, e), og fallsetningin í (28c) er ger-
myndarsetning en b-, d- og e-setningarnar eru þolmyndarsetningar. Hér virðist
því vera um að ræða samspil margra þátta en það er óljóst hvernig þessir þættir
tengjast. Svipaðar setningar með leppinnskoti og stílfærslu fengu jákvæðari dóma,
eins og sýnt er í (29) og (30).
(29)a. Þær verða opnaðar þegar það fer að snjóa. 84%
b. Þau vissu ekki hvort það væru komnir gestir. 81%
c. Lögreglan telur að það hafi verið stolið skartgripum. 64%
(30)a. Hún spurði hvort rætt hefði verið við Helgu. 78%
b. Allir vissu þó að stolið hafði verið skjávörpum. 40%
Ritdómar200