Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 204

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 204
hvernig málpólitík hefur verið beitt til þess að veita sumum málum opinbera stöðu á meðan önnur njóta lítils eða einskis opinbers stuðnings, ýmist til að hygla eða halda niðri ákveðnum hópum í löndum þar sem mörg tungumál eru töluð. Dæmi eru hér tekin af t.a.m. þætti katalónsku í sjálfstæðisbaráttu Katalóna og stöðu lettnesku og rússnesku í Lettlandi eftir að landið öðlaðist sjálfstæði. Í kjöl - farið er bent á sterka og nánast sjálfgefna stöðu íslensku á Íslandi. Þessu næst eru rakin þau tvö meginsjónarmið sem við sögu koma þegar rætt er um val á opinberu tungumáli, annars vegar þjóðbyggingarsjónarmið (e. nation building) og hins vegar sjónarmið um verndun tungumála (e. language mainten- ance) og fjölbreytilega málmenningu (e. language diversity). Frakkland og franska eru hér nefnd sem dæmi um hvernig tiltekið tungumál getur notið réttinda umfram önnur mál sem töluð eru í viðkomandi landi til þess að tryggja að allir íbúar þess tali sama málið, enda sé það ákveðin forsenda þess að þeir geti talið sig til sömu þjóðar. Á hinn bóginn er bent á hvernig Noregur hefur færst frá því að banna nánast samísku, til að tryggja stöðu norsku sem þjóðtungu, yfir í að veita samísku og þeim sem hana tala ýmiss konar réttindi í nafni menningarlegrar fjöl- breytni. Ísland og íslenska eru síðan sett í þetta samhengi og kemst Ari Páll að þeirri niðurstöðu að hér sé báðum meginsjónarmiðunum mætt, íslenska sé óum- deilanlega þjóðtunga Íslendinga og um leið hluti af fjölbreytileikanum í mál - menningu heimsins. Nokkuð er vikið að stöðu innflytjendamála á Íslandi í næstu undirköflum þar sem einkum er fjallað um mismunandi viðhorf til minnihlutamála eftir því hvort fyrir þeim er hefð eða ekki í viðkomandi landi eða málsvæði. Hér eru raktar þær tvær meginleiðir sem farnar hafa verið í þessum efnum, en Ari Páll kallar þær annars vegar samlögun (e. assimilation) og hins vegar fjöl(breytni)hyggju (e. trans - nationalism) og bendir á að þær samsvari í raun þeim sjónarmiðum sem nefnd voru hér framar í sambandi við val á opinberu tungumáli. Hann tilgreinir svo að enn sé ekki ljóst hvor leiðin verði farin á Íslandi enda sé skammt um liðið síðan innflytjendum tók að fjölga hér að nokkru ráði. Að lokinni þessari umræðu er hugað að stærð tungumála og mismunandi leiðum til að skilgreina hvað átt er við með stærðarhugtakinu í þessu samhengi. Hér kemur Ari Páll með þá þörfu ábendingu að í alþjóðlegu samhengi telst ís - lenska í flestum skilningi býsna stórt tungumál enda þótt fjöldi þeirra sem tala málið dags daglega sé ekki ýkja mikill samanborið við t.d. ensku eða arabísku. Hér kemur ekki síst til hin sterka staða íslenskunnar innan íslensks málsamfélags, hún er opinbert tungumál og enn sem komið er notuð á öllum sviðum samfélags- ins. Síðan er vikið nánar að því að meginstefið í hinni opinberu íslensku mál - stefnu frá 2009 er að hægt eigi að vera að nota íslensku um öll þau svið mannlífs- ins sem hér kunna að vera til umræðu. Jafnframt er bent á þær ógöngur sem ýmis tungumál hafa lent í í þessum efnum, oftast vegna þrýstings frá öðrum málum, einkum ensku í seinni tíð. Þetta vekur síðan upp vangaveltur um hvort íslenska teljist nokkuð deyjandi tungumál út frá þeim mælikvörðum sem helst er stuðst við þegar lífvænleiki tungumála er metinn. Er niðurstaðan sú að íslenska standi enn sem komið er vel að vígi en Ari Páll slær þó réttilega þann varnagla að ör Ritdómar204
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.