Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 210

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Síða 210
 Að lokinni þessari greiningu á forsendum mats á málnotkun er sviðið breikk - að enn frekar og rætt um málbreytingar og viðbrögð málsamfélagsins við þeim, bæði bein og óbein. Hér tekur Ari Páll þá virðingarverðu afstöðu að afskiptum af málnotkun annarra, jafnvel þótt þau beinist að meintum „óhreinleika“, þurfi að fylgja útskýring á þeim forsendum sem þar búa að baki. Hann bendir einnig rétti- lega á að í umræðum um breytingar á íslensku máli, þar sem margir telja að breyt- ingar séu nú hraðari og umfangsmeiri en áður, sé rétt að hafa í huga að aðgangur okkar að ýmiss konar óformlegu máli, bæði rituðu og töluðu, er nú mun meiri en áður m.a. vegna tilkomu samfélagsmiðla og breytts fjölmiðlaumhverfis. Þessu er svo fylgt eftir með nánari útlistun á annars vegar málsniði, þ.e. mismunandi mál- fari eftir aðstæðum, og hins vegar ritmáli og talmáli. Þar er einkum litið til orða - vals og hvernig það getur verið mismunandi eftir því hvort um talað eða ritað mál er að ræða, ekki síst hvað varðar notkun aðkomuorða. Þau eru öllu algengari í óformlegu talmáli en formlegu ritmáli enda slaknar oft á kröfum málnotenda um hreinleika málsins í tali. Kaflanum lýkur svo á frekari umfjöllun um mat á nýjum orðum í málinu, m.a. út frá því hve „íslensk“ eða „hrein“ þau eða þeir orðhlutar sem þau eru smíðuð úr teljast vera. Á undan henni er þó skotið inn stuttum und- irkafla um útvarpsmál sem er út af fyrir sig áhugaverður en um leið nokkuð sér- tækur innan víðari heildarramma kaflans og því um sumt úr samhengi við hann. 3. Lokaorð Óhætt er að fullyrða að Málheimar er afar þarft og gott innlegg í íslenska umræðu um málstefnu og málræktarfræði. Hér eru vissulega ekki ruddar neinar nýjar fræðilegar brautir eða lagðar fram stefnumarkandi kenningar, en eins og minnst var á í inngangi kemur skýrt fram hjá Ara Páli að það er ekki markmið bókarinn- ar. Tilgangurinn er fremur að gefa yfirlit yfir íslenska og almenna málræktarfræði og það markmið næst með miklum ágætum. Þannig er minnst á flest meginhug- tök þeirra fræða og þau útlistuð með skýrum dæmum og bókin nær þannig yfir býsna vítt svið. Halda má fram að bókin mæti ákveðnum skorti á heildstæðu yfir- liti um þessi efni sem áður ríkti hér á landi, enda þótt áður hafi víða verið fjallað um einstaka þræði. Það er svo sérstakur kostur hve vel hin íslenska umræða er sett í alþjóðlegt samhengi og þannig undirstrikað að þótt íslenskt mál og málum- hverfi hafi vissulega sín sérkenni eru viðfangsefni á sviði málstefnu og málræktar um margt þau sömu eða í það minnsta sambærileg frá einu málsamfélagi til ann- ars. Um leið má segja að sú breidd sem næst með þessari víðu nálgun sé helsti galli bókarinnar því hér gefst sjaldnast svigrúm til dýpri köfunar eða umræðu og þeim sem þegar eru vel að sér í málræktarfræðum fyrir lestur bókarinnar kann á köfl- um að finnast sem hætt sé í miðjum klíðum og ekki vikið með fullnægjandi hætti að flóknari útlistunum á ýmsum áhugaverðum þáttum. Það er þó tæpast sann- gjarnt að kvarta undan því að höfundur bókar geri annað í henni en það sem hann segist ætla að gera. Hins vegar gerir breidd umfjöllunarinnar og fjöldi efnis þátta það að verkum að þægilegt hefði verið fyrir lesendur að fá einhvers konar saman- tektarkafla í bókarlok þar sem þræðirnir væru dregnir saman í eina heild. Eins Ritdómar210
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.