Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Page 216
Skýrsla um starfsemi félagsins
frá 19. janúar 2018 til 11. apríl 2019
Aðalfundur félagsins var haldinn 19. janúar 2018. Ritstjórar gáfu ekki
kost á sér til endurkjörs. Lögð var fram tillaga um fólk í nýja stjórn og
önnur embætti á vegum félagsins. Kosin voru: Eiríkur Rögnvaldsson for -
maður, Elma Óladóttir gjaldkeri, Ingunn Hreinberg Indriðadóttir ritari,
Kristján Friðbjörn Sigurðsson meðstjórnandi, Ásta Svavarsdóttir, Einar
Freyr Sigurðsson og Þórhallur Eyþórsson ritstjórar, Nedelina Ivanova og
Þorbjörg Þorvaldsdóttir varamenn, Ari Páll Kristinsson og Sigríður Sigur -
jónsdóttir skoðunarmenn reikninga, Ingibjörg Frímannsdóttir fulltrúi
félagsins á aðalfundi Málræktarsjóðs.
Vegna skorts á upplýsingum hafði ekki reynst unnt að ganga endan-
lega frá ársreikningi fyrir fundinn. Því var ákveðið að boða til framhalds -
aðalfundar síðar til að ganga endanlega frá samþykkt reiknings. Sá fundur var
haldinn 23. október 2018 og þar var reikningurinn einróma samþykktur.
Á starfsárinu hefur stjórnin haldið þrjá formlega fundi, auk óformlegs
rafræns samráðs. Varamenn hafa verið boðaðir á stjórnarfundi eins og
tíðkast hefur og þeir hafa tekið fullan þátt í störfum stjórnar og skipulagn-
ingu og undirbúningi atburða á vegum félagsins. Starfsemi félagsins á
árinu hefur verið með hefðbundnum hætti eins og fram kemur hér á eftir.
Málvísindakaffi
Málvísindakaffi var eins og áður haldið í hádeginu á föstudögum, þegar
fyrirlesarar fengust og ekki voru aðrir atburðir á dagskrá. Fyrri hluta árs
fór Málvísindakaffið fram í Veröld – húsi Vigdísar en síðari hluta árs í
Árnagarði. Fyrirlesarar voru bæði innlendir og erlendir og viðfangsefni af
ýmsum toga. Hér fer á eftir yfirlit um dagskrá Málvísindakaffis frá síð -
asta aðalfundi:
26. janúar 2018 talaði dr. Ivan Mladenov frá búlgörsku vísindaaka-
demíunni í Sofíu um Charles Peirce, upphafsmann gagnsemishyggju
(pragmatism).
9. febrúar 2018 flutti Gisela Håkansson frá háskólanum í Lundi og
University College Halden erindið „The typological challenge of PT in
30 minutes“ þar sem hún fjallaði um úrvinnslukenningu (Processability
Theory) Martins Pienemanns.
Frá Íslenska málfræðifélaginu216