Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2018, Side 218
Hlíf Árnadóttur og Jim Wood. Í erindinu var fjallað um svonefnda „hrappa“,
einkum maður, og fornafnseinkenni þeirra.
14. desember 2018 flutti Nedelina Ivanova, táknmálsfræðingur hjá
Sam skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, erindið „Málþróun
hjá tvítyngdum börnum, annars vegar döff börnum og hins vegar börnum
með skerta heyrn“.
25. janúar 2019 flutti Viola Miglio (UCSB og HÍ) erindi sitt og
Ricardo Etxepare (CNRS, IKER UMR 5478) sem nefndist „There’s no
Basque-Icelandic Pidgin“. Í erindinu var fjallað um hvort til hefði verið
sérstakt basknesk-íslenskt blendingsmál.
1. febrúar 2019 flutti Jóhannes Gísli Jónsson prófessor erindið „Hvað
er svona merkilegt við það/þær? Um tveggja andlaga sagnir í íslensku og
færeysku“. Þar var sagt frá nýju rannsóknarverkefni sem fékk styrk úr
Rann sóknasjóði.
8. febrúar 2019 flutti Margrét Guðmundsdóttir, doktorsnemi og verk-
efnisstjóri hjá Hugvísindastofnun, erindið „Holt og bolt. Sitt lítið af hverju
um lt“. Þar var sagt frá nákvæmari úrvinnslu en áður hefur verið gerð á
upplýsingum um framburð á /lt/ í framburðargögnum Björns Guð finns -
sonar.
15. febrúar 2019 flutti Rósa Signý Gísladóttir, lektor í almennum mál-
vísindum, erindið „Heilalínurit, erfðaþættir, ha og HÍ: Almenn málvís-
indi með víða skírskotun“. Þar sagði hún frá ýmsum rannsóknum sínum
og viðraði hugmyndir sínar um framtíð almennra málvísinda við Háskól -
ann.
22. febrúar 2019 flutti Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, erindið
„Gagnleg málgögn“. Þar sagði hann frá gagnasöfnum sem hafa orðið til í
ýmsum rannsóknarverkefnum sem hann hefur stýrt á undanförnum árum
og benti á möguleika til frekari nýtingar safnanna.
1. mars 2019 flutti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus og lands -
fulltrúi CLARIN, erindið „CLARIN og gagnsemi þess fyrir íslenska
málfræðinga“. Í erindinu var gefið yfirlit yfir ýmis málföng sem hægt er
að nálgast gegnum CLARIN-samstarfið og rætt um hugsanlega nýtingu
þeirra.
32. og 33. Rask-ráðstefnan um íslenskt mál og almenna málfræði
Vegna þess hversu snemma aðalfundur var haldinn árið 2018 féllu tvær
Rask-ráðstefnur á það tímabil sem þessi skýrsla tekur til. 32. Rask-ráð -
Frá Íslenska málfræðifélaginu218