Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 5
1.
Þáttur af Stuttu-Siggu.
[Heimildarmenn: Guðmundur Guðmundsson dbrm. á Þúfna-
völium, Höskuldur Magnússon bóndi í Skriðu, Sturla Þórðar-
son í Bási, Friðgeir Berg rithöf. á Akureyri, Margeir Jónsson
rithöf. á ögmundarstöðum o. fl. J. /?.].
a. Ætt Siggu og getið föður hennar.
Benedikt hét maður og var Sigfússon bónda á
Brita á Þelamörk, Sigfússonar á Efri-Vindheimum,
Jónssonar, Þorvaldssonar bónda í Stóra-Dunhaga
(bjó þar 1703), Runólfssonar. — Kona Benedikts hét
Rósa, dóttir Odds bónda á Svíra í Hörgárdal, Jóns-
sonar (yngsta) á Djúpárbakka, Rögnvaldssonar.
Kona Rögnvalds var Guðrún Jónsdóttir, Sigfússonar
lögréttumanns á Öxnhóli, Ólafssonar. Var Sigfús
hálfbróðir Halldórs lögmanns að faðerni. Nefndur
Rögnvaldur bjó á öxnhóli 1703, en 1713 er hann
fluttur að Krossum. Þau hjón, Rögnvaldur og Guð-
rún, áttu margt barna, þar á meðal þrjá Jóna, og er
Jón á Djúpárbakka efalaust yngstur þeirra.
Benedikt Sigfússon og Rósa Oddsdóttir bjuggu á
ýmsum stöðum í Hörgárdal og síðast í Flöguseli.
Þau áttu alls 18 börn, og komust þessi til aldurs: Jón,
Sigfús, Oddur, Friðfinnur, Björn, Guðrún, Hólmfrið-
ur, Lilja, Rósa og Sigríður, er kölluð var Stutta-
Sigga og þáttur þessi hermir frá. Er allmikill ætt-