Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 7
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIQQU 5 .
fjörlegar fjalir voru ofan við rúmbálkana, en enginn
annar þilviður. Tveir skjágluggar voru á þekju.
b. Barnæska og uppeldi.
Sigríður Benediktsdóttir var fædd í Flöguseli 10.
dag desembermánaðar 1815 og var skírð 13. s. mán.
Hefur það gert séra Jón Jónsson, er hélt Myrká
1802—1819. — Mjög hefur verið af því látið, að þau
Benedikt og Rósa hafi verið börnum sínum hörð og
óvægin, og þó Sigríði sérstaklega. Sagði hún jafnan
svo frá, að það fyrsta, sem hún myndi eftir sér, væri
það, að hún lægi í moldarskoti út úr baðstofunni við
fáa og skitna leppa og kenndi sárt kulda og sultar.
Var hún höfð út undan og varð oft að þola misþyrm-
ingar af annarra hendi, og þó sérstaklega föður síns.
Hafa bæði Sigga og aðrir sagt ófagrar sögur af með-
ferðinni, og er óhætt að fullyrða, að þær séu að mestu
leyti sannar, þótt milli kunni að bera um sum atvik.
— Skal hér greint nokkuð frá uppeldi Siggu og bæj-
arbrag í Flöguseli um þessar mundir.
Einu sinni voru þau hjónin að heyskap með börn-
um sínum frammi á dal fyrir framan byggð. Var það
síðsumars og vinnu ekki hætt fyrr en í myrkri. Lík-
lega hefur húsfreyja farið heim á undan öðrum til
búverka, en er hitt fólkið kom heim, kom það upp
úr kafinu, að Sigga hafði orðið eftir þar fram frá.
Þá hafði Benedikt orðið bilt við og farið að leita að
henni, því að naut gengu þá á dalnum eins og endra-
nær. Ekki fannst Sigga þó fyrr en morguninn eftir,
og hafði ekki sakað. — Hefur þetta að líkindum ver-
ið sumarið 1818, því að sagt er, að Sigga hafi þá
verið á þriðja ári.