Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 8
6
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
Ýmsir telja, að allt til fimm ára aldurs hafi Sigga
haft eðlilegan líkams- og sálarþroska, en hvað sem
um það er, varð hún einmitt á þeim aldri fyrir slysi,
sem hún bar menjar eftir alla sína æfi. Helltist þá
úr heitum súpuaski yfir hana, svo að hún brenndist
í andliti og ef til'vill eitthvað meira. Aðrir segja, að
hún hafi hratað ofan í flóningarpott, en það er öllu
ólíklegra, því að þess er ekki getið, að hún hafi haft
brunaör annarsstaðar en í andlitinu. Hvernig sem
þetta atvikaðist, þá brenndist hún talsvert og greri
seint og illa. Þá hafði faðir hennar leitað meðala á
Akureyri við brunasárunum, og taldi Sigga það
þann eina vott föðurlegs hlýleika, sem sér hefði
sýndur verið um æfina.
Enginn þarf að undrast, þótt þröngt væri í búi í
Flöguseli á uppvaxtarárum Siggu, og að hún fengi
lítið að borða, Barnahópurinn var stór, margir
munnar að seðja, og eftir siglingaleysisárin 1807—
1814 var verzlunin í alla staði slæm; auk þess var
oftar en hitt hart í ári allt til 1827. Varð allur al-
menningur að draga fram lífið við skarðan skammt,
svo að sum árin lá við mannfelli.1) Þó verður með-
ferðin á Siggu engan veginn afsökuð með fátæktinni
einni saman, því að hún hefur verið fram úr öllu
hófi harðúðug. Skulu því til sönnunar sagðar nokkr-
ar sögur, bæði eftir sjálfri henni og öðrum.
Það var á laugardag fyrir páska, að verið var að
sjóða hangikjöt til hátíðarinnar. Var Sigga þá sár-
svöng og Friðfinnur bróðir hennar líka, svo að þau
tóku til þess örþrifaráðs, að sæta lagi og stela sínum
x) Sjá ritgerðir Stefáns Jónssonar umboðsmanns á Steinsstöð-
um og Jóns Jónssonar bónda í Lögmannshlíð í »Norðlingi«
Akureyri 1879—1880.