Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 9
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
7
kjötbitanum hvort. Skauzt Sigga í skot sitt með
sinn bita og sagðist þá hafa verið montin, en Frið-
finnur tók á rás út. Hangikjötslyktin kom þó bráð-
lega upp um Siggu, og rann föður hennar þá svo í
skap, að greip hana klæðlitla og henti henni út í
snjóskafl; en stórhríð var á, svo að hana kól eitthvað
á höndum við þessar aðfarir. Hafði hún kreppta
fingur upp frá því, og var kalinu um kennt.
Öðru sinni kom næturgestur að Flöguseli og er
hann tekur fram nesti sitt um kvöldið og fer að
snæða, sér hann, að fram úr moldarskoti í baðstofu-
enda skreiðist barnaumingi, sem nálgast hann hægt og
sníkir upp á hann eins og rakki. Var þetta Sigga.
Benedikt bóndi sat þar hjá, greip hana þegjandi og
þeytti henni inn í skotið aftur svo harkalega, að
hægri handleggurinn lenti á steini í veggnum og
brotnaði. Ekkert hafði verið um brotið skeytt, en
það bæklaðist saman með tímanum, og var allstor
beinhnútur eftir á handleggnum neðan við olnbog-
ann. — Siggu var jafnan harðbannað að hafa sig
nokkuð í frammi, þegar gesti bar að garði. Þó kvis-
aðist það um sveitina, að hún væri höfð út undan
og svelt, og einhvern tíma kom þangað maður nokk-
ur, sem hafði orð á því við Benedikt, að Sigga mundi
fá of lítið að borða. Þá svaraði hann: „Hún getur
varla verið svöng núna; hún át lambsgarnir í gær!“
— Það má svo sem geta því nærri, að daglegt orð-
bragð í garð Siggu hafi ekki verið vandað, enda
kvaðst hún venjulega hafa verið kölluð stelpuskratx-
inn, kvikindið eða öðrum þvílíkum nöfnum.
Sumir hafa sagt, og þótzt hafa það eftir Siggu
sjálfri, að hún hafi ekki heyrt skírnarnafn sitt fyrr
en hún hafi verið komin yfir tvítugt, en þá hafi