Gríma - 01.09.1940, Side 12
10
ÞÁTTUR AF STUTTU-SIGGU
að hann hefði verið lagður af stað að vestan, þegar
hríðin skall á. Að afloknum útiverkum tók Benedikt
varreku sína, hljóp vestur yfir Hjaltadalsheiði og
heim aftur um kvöldið. Til allrar hamingju hafði
Friðfinnur ekki lagt af stað um morguninn. — Þótti
vasklega gert af Benedikt að fara svo langa leið í
hríðarveðri og ófærð, og ber þess vottinn, að hann
hefur verið skarpleikamaður.
Þegar Friðfinnur var unglingur, kom hann eitt
sinn að bæ frammi í Hörgárdal og var beðinn að
moka snjó frá dyrum. Sagði einhver í gamni við
hann, að hann skyldi helzt láta snjóinn í poka og
bera hann út í sjó. Friðfinnur tók þessu vel, greip
reku og poka og fyllti pokann í snatri, en þegar
hann átti að losa hann, kom babb í bátinn, því að
hann vissi ekki, hvað sjór var eða hvar hans væri að
leita. Þá var þetta kveðið:
Friðfinnur í Flöguseli fór að moka
allan snjóinn upp í poka.
Bar hann svo á baki sínu burðagróinn
allan saman út í sjóinn.
c. Fullorðinsárin.
Af þessu, sem hér hefur verið skýrt frá, er mjög
eðlilegt, að Sigga yrði bæði seinþroska og vanþroska
til líkama og sálar, enda bar vaxtarlag hennar þess
skýran vottinn, að hún hefði þjáðst af beinkröm og
næringarskorti í uppvextinum. — Þess ber þó að
geta, að Benedikt faðir hennar var sagður lágur
vexti, og svo mun hafa verið um sum önnur náin
skyldmenni hennar. — Þegar Sigga var fulltíða orð-