Gríma - 01.09.1940, Page 19
2.
A Breiðamerkurjökli.
[Handrit Margeirs Jónssonar á Ögmundarstöðum]. *
I.
Það er þjóðkunna, að Skaftfellingar eru afburða
vaskir ferðamenn og slyngir að komast yfir stórár.
Ovíða á landi voru eru erfiðari og hættulegri ferða-
lög en í Skaftafellssýslum, sakir straumharðra vatns-
falla, og venjast því Skaftfellingar svaðilförum frá
blautu barnsbeini. Jökulsá á Breiðamerkursandi er
stundum svo ægileg, að krækja verður fyrir hana,
og er þá farið uppi á jökli. En einnig þar getur lífs-
háskinn leynzt við hvert fótmál. Áin er örstutt, að-
eins hálfur annar kílómetri á lengd. Áður fyrr féll
hún í einum stokki undan skriðjökulssporðinum með
geysiflugi og rann í einu lagi til sjávar.
Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, að Jökulsá
sé allra vatnsfalla verst yfirferðar á landi hér. Seg-
ir hann, að jafnvel nautgripir sem sauðfé séu tíðast
reknir á jökli, því að áin sé þeim skepnum illfær, en
hestar komist með naumindum eða alls eigi jökul-
leiðina, vegna þess hve jökullinn sé sprunginn. Mun
þetta rétt vera, því að á hans dögum reyndu menn
ekki að nota íshögg eða önnur tæki, sem nú eru not-
uð til að koma hestum klaklaust yfir jökulinn. Samt
hafa langferðamenn með dugnaðarfylgi Skaftfellinga
2