Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 20
18 Á BREIÐAMERKURJÖKLI
lagt fremur í slíka tvísýnu en að eiga ógnir árinnar
á hættu. Til dæmis að taka, varð danski landmæl-
ingamaðurinn Hans Frisak (d. 1834) að fá sér menn
til þess að ryðja veg yfir jökulinn, því að Jökulsá
var alófær. Þetta var í júlímánuði 1813. — Einnig
má benda á frásögn sænska jarðfræðingsins fræga,
Otto Torells (d. 1900). Hann ferðaðist hér á landi
1857 og var síðara hluta júlímánaðar staddur á
Breiðamerkursandi í rigningarveðri. Hann varð,
ásamt fylgdarmönnum sínum, að fara jökulveg fyrir
upptök árinnar, og voru þeir eina klukkustimd á
jökli. Fyrir framan jökulinn voru þá þrír jökul-
garðar.
Kunnugir menn telja, að ekki séu meira en 60 ár
síðan byrjað var álmennt að fara yfir Breiðamerk-
urjökul með hesta.1) Til þess að koma hestunum
þessa leið, verður að höggva spor eða þrep með járn-
um upp brattar jökulbrekkur. Jafnvel í hvert sinn,
sem farið er yfir jökulinn, þurfa menn að ryðja veg
yfir hann, ýmist höggva spor upp eða niður brekkur
fyrir hestana, ryðja skörð gegnum ísruðninga eða
hryggi og brúa sprungurnar með flekum, sem hafðir
eru á jöklinum. En svo miklum og skjótum breyt-
ingum tekur yfirborð þessa skriðjökuls, að allar
vegabætur eru ónýtar eftir einn eða tvo daga, því að
jökullinn er á sífelldri hreyfingu, og þegar frostlaust
er, bráðnar klakinn, svo að sporin jafnast og hverfa
smám saman. Þorvaldur Thóroddsen prófessor lætur
þess getið, og fleiri herma það sama, að menn missi
stundum hesta sína niður í sprungur, og verði þá
J) Sbr. frásögn Benedikts stúdents Stefánssonar frá Skafta-
felli (Isafold 52. árg., 48. tbl.), og er í þessum kafla stuözt
við þá lýsingu.