Gríma - 01.09.1940, Side 21
Á BREIÐAMERKURJÖKLI 19
stundum að skera þá, þar sem þeir séu komnir. En
séu sprungurnar mjóar, skorðast hestarnir í þeim
svo ofarlega, að oftast nær verður þeim borgið með
böndum, sem rennt er undir kviðinn. — Það er all-
mismunandi, hversu langan tíma það tekur að kom-
ast yfir jökulinn. Vanalega stendur jökulferðin yfir
í eina eða hálfa aðra klukkustund, en ef sprungurn-
ar eru stórar og margar, getur hún skipt mörgum
klukkustundum.
Það ber við, að hægt er að komast yfir Jökulsá á
svonefndu undirvarpi. Svo er það nefnt, þegar skrið-
jökulsranar úr aðaljöklinum falla niður yfir þvera
ána og brúa hana þannig. Hvert undirvarp helzt þó
sjaldan nema skamman tíma. Þegar fært er að fara
undirvarp, tekur það 10—15 mínútur að komast yfir
ána.
Sumarið 1927 gerðist Jökulsá á Breiðamerkursandi
svo ill viðureignar, að engum manni var fært yfir
hana að fara allt það sumar út. Pósturinn varð því
ávallt að leggja leið sína yfir jökulinn, þrátt fyrir
háskalegar torfærur á þeim slóðum. Jukust þær
tálmanir svo mjög þetta sumar, sökum óvenju mik-
illa hreyfinga og umbrota í jöklinum, að póstur var
aldrei skemur en þrjár klukkustundir að komast yfir
jökulinn, og hafði hann þó alltaf að minnsta kosti
einn mann til fylgdar.1) Að sögn kunnugra manna
breyttist Breiðamerkurjökull til muna áðurgreint
sumar. Kringum útfall Jökulsár gekk jökullinn mjög
fram og klofnaði, og áin braut sér útrás undan hon-
um á fleiri stöðum en áður, en vatnsmagnið jókst
að mun. Það mun tæplega orka tvímælis, að póst-
J) Sbr. skýrslu séra Magnúsar Bjarnarsonar prófasts á Prest-
bakka á Síðu, er birtist í Isafold. 52. árg., 44. tbl.
2*