Gríma - 01.09.1940, Blaðsíða 22
20 Á BREIÐAMERKURJÖKLI
leiðin um Breiðamerkurjökul sé einhver hin glæfra-
legasti vegur til flutninga á landi hér, og þar reyni
oftar á hugrekki, gætni og harðfengi, þrek og þol
póstsins en annarsstaðar. — Segir nú hér af einni
slíkri svaðilför, sem pósturinn Þorlákur Þorláksson
fór sumarið 1927. Aðalheimildarmenn eru pósturinn
sjálfur, Björn Pálsson bóndi á Kvískerjum, bróðir
Jóns Pálssonar, sem um getur í sögunni, og Páll
bóndi á Svínafelli, faðir Jóns.
II.
Hjónunum á Svínafelli, Páli Jónssyni og Guðrúnu
Sigurðardóttur, fæddist sonur 15. aprílmán. 1881.
Drengurinn hlaut nafn afa síns, Jóns Pálssonar,
Jónssonar, en það nafn er gamalt og fast í þeirri
ágætisætt, því að móðir Páls, afa Páls bónda, sem nú
býr á Svínafelli, var Guðný dóttir Jóns prófasts
Steingrímssonar á Prestbakka (d. 11. ágúst 1791), en
hann var í báðar ættir kynjaður úr Skagafirði, eins
og kunnugt er, og afkomandi Jóns biskups Arasonar.
Sigurður, faðir Guðrúnar, móður Jóns Pálssonar,
var Ingimundarson frá Kvískerjum, en móðir Sig-
urðar var Helga Bjarnadóttir frá Skaftafelli. En
móðir Páls var Ljótunn Þorsteinsdóttir Sigurðssonar
Þorsteinssonar, og er sú ætt góðfræg og gædd beztu
kostum skaftfellskra ætta. — Þegar Jón ólst upp,
varð hann mikill frískleikamaður, og þótt börnum
þeirra Páls og Guðrúnar fjölgaði, var hann yndi og
eftirlæti foreldra sinna eftir sem áður og hvers
manns huglúfi, sem honum kynntist. Árið 1905 gekk
mænusótt í Öræfum, og á Svínafelli veiktust syst-
kinin eins og víðar. Jón lagðist í sóttinni, en fyrir