Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 29
Á BREIÐAMERKURJÖKLI
27
báknunum eða brjóta þau. Djúpur og stríður áll kom
milli jakanna, og mátti eins búast við því að áin
fleytti líkinu til sjávar með jökulhroðanum.
V.
Það mun hafa verið síðast í septembermánuði
1927, að eg las í blöðunum frétt um slysið á Breiða-
merkurjökli. Þá hafði eg um nokkurt skeið safnað
þrekrauna- og slysfarasögum, prentuðum sem
óprentuðum. Eg afréð því að fá nákvæma frásögn
um þessa slysför, ef kostur væri á. Séra Magnúsi
Helgasyni kennaraskólastjóra var þá kunnugt um þá
ætlun mína, að gefa út safn af hrakningasögum, þó
að eg hafi horfið frá því áformi af ýmsum ástæðum.
Þessi hugmynd mín var þá ekki á annarra vitorði en
séra Magnúsar, og þess vegna skrifaði eg honum og
bað hann að útvega mér ýtarlegar frásagnir um fyrr-
greindan atburð, ef unnt væri. Séra Magnús brást
vel og drengilega við beiðni minni og ritaði þegar
bréf Þorláki Vigfússyni bónda í Múlakoti í Fljóts-
hlíð, mín vegna, um upplýsingar. Veikst Þorlákur
fúslega undir þetta, ritaði Páli Jónssyni á Svínafelli
og flutti þannig umleitan séra Magnúsar. Þegar Páll
fékk bréfið, rifjaðist upp fyrir honum draumur, sem
Halldóru dóttur hans, en systur Jóns heitins, hafði
dreymt seint um sumarið, nokkru eftir það er Jón
fórst í jöklinum. Var draumurinn á þá leið, að Hall-
dóru þótti Jón bróðir hennar koma og biðja hana að
skrifa bréf. Hún skoraðist heldur undan því, sagðist
eigi vita, hvað hún ætti að skrifa og hverjum; væri
því bezt fyrir hann að skrifa bréfið sjálfur. „Það get
eg ekki“, þótti henni Jón svara, „eg er svo bundinn“.