Gríma - 01.09.1940, Síða 32
3.
Þáttur af Sturlu ráðsmanni.
[Handrit Þorst. Þorkelssonar úr safni Odds Björnssonar;
handr. Stefáns Jónssonar á Munkaþverá; »Sturla verkstjóri«
eftir síra Benedikt Þórðarson í Fjallkonunni XIV, 43.—44. tbl.,
og sjá enn fremur »Sögur Jakobs gamla« bls. 98—102.]
a. Sturla skilar leigum.
[St. J.].
í tíð lögmannsins á Munkaþverá ólst upp á Upp-
sölum á Staðarbyggð piltur sá, er Sturla hét. Ekki
er þess getið, hvað foreldrar hans hétu, en þar munu
þau hafa búið. Sturla þótti snemma mikill fyrir sér,
ófyrirleitinn og pöróttur.
Svo bar við eitt haust, að móðir hans var að kvarta
um það, að hún hefði ekki nóg smjör í leigurnar,
sem bar að gjalda lögmanninum. Sturla kvaðst sjá
ráð til þess, að lögmaður léti sér lynda það smjör, er
hann fengi, en þá yrði hún líka að láta sig fá einu
sinni smjörið af strokknum. Féllst kerling á það, en
Sturla tók kollu, fór með hana út á haug, svo að
enginn sá, fyllti hana með mykju og drap svo smjör-
skán ofan á. Bar hann svo kolluna til Munkaþverár.
Honum var kunnugt um, að lögmaður var ekki
heima, og gerði því boð fyrir húsfrúna um að taka
á móti leigunum. Fór húsfrúin með honum út í