Gríma - 01.09.1940, Qupperneq 33
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI 31
smjörskemmu, hugðist að losa smjörið úr kollunni
og tók til þess stóran hníf, en brá heldur en ekki í
brún, er hnífblaðið ataðist allt í mykju. Ekki brá
Sturlu minna við. Hann varð æfur og viti sínu fjær,
kallaði þetta hinn svívirðilegasta glæp, greip hníf-
inn og æddi af stað með þeim ummælum, að hann
skyldi sálga móður sinni og sjálfum sér á eftir, því að
hvorugt þeirra mætti lifa við aðra eins skömm. Hús-
frúnni varð bilt við þessi orð Sturlu, hljóp á eftir
honum og bað hann í Guðs bænum að stilla skap
sitt, og kom svo að lokum, að Sturla lofaði að þyrma
lífi móður sinnar, með því móti, að húsfrúin segði
engum lifandi manni frá þessu og teldi leigurnar að
fullu greiddar.
b. Sturla við slátt.
[Sr. B. Þ.].
Þegar Sturla var fullorðinn, réðist hann í vist hjá
lögmanni. Þótti hann hinn lagnasti og röskvasti
maður til allra verka og ötull í bezta lagi. Komst
hann í mesta uppáhald hjá húsbændum sínum, og
lét lögmaður hann segja öðrum hjúum fyrir verkum.
Var hann því jafnan kallaður verkstjóri eða ráðs-
maður.
Það var einn morgun á engjaslætti, að lögmanns
var von heim af Akureyri. Fór Sturla snemma á
fætur og gekk ofan á engjateig að slá; það var
skammt frá alfaravegi. Sá hann þá brátt, hvar lög-
maður kom að ríðandi. Náttfall var mikið á jörð,
en sól nýhafin. Hætti Sturla því að slá, en veifaði
orfinu sem mest hann gat og felldi með því döggina
af grasi; hafði hann komizt þannig yfir vænt svæði,