Gríma - 01.09.1940, Side 34
32 ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI
er lögmann bar að. Þeir heilsuðust. Lögmaður átti
undir sól að sjá, sýndist það slegið, er döggin var af
felld, undraðist stórum dugnað Sturlu og mælti:
„Hefur þú einn slegið þetta í morgun, Sturla
minn?“ Sturla játti því. „Mikill maður ertu, Sturla
minn“, kvað lögmaður. Sturla kvað lítið fyrir því
fara. „Mikið víst“, mælti lögmaður og gaf Sturlu að
bragða af ferðapela sínum.
c. Silfurskeiðin.
[Þ. Þork.].
Sturla var matmaður töluverður, sem skiljanlegt
er, þar sem hann lá ekki á liði sínu við erfiðisverk.
Svo er sagt t. d., að í skreiðarferð til Grímseyjar
reri hann eitt sinn í andviðri af hinu mesta kappi
og leit aldrei um stafn fram; er þó sundið talið sex
vikur sjávar. Ekki hafði hann neytt drykkjar í þeim
róðri, en spænt í sig drjúgum af súrsmjör-fjórðungi,
er í bátnum lá.
Sú var venja á Munkaþverá, að á sumrin var ekki
skammtaður litli skattur á sunnudagsmorgna. Sturla
kunni þessu illa, enda skeytti hann lítt helgihaldi og
gekk til verka jafnt helga daga sem virka. — Það
var einn sunnudag á miðsumri, að Sturla fór
snemma til sláttar. Að nokkurri stundu liðinni gekk
hann heim til bæjar, hitti matselju í búri og bað
hana blessaða að gefa sér í snatri skyrspón og mjólk-
ursopa, því að sér væri að líða í brjóst af sulti. Hún
kom þegar með skyr og mjólk í aski, greip í ógáti
silfurskeið er þar lá, og setti fyrir Sturlu. Hámaði
hann í sig spónamatinn á skammri stundu, en ekki
sá hún, hvað um skeiðina varð. En það er af Sturlu