Gríma - 01.09.1940, Side 35
ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI 3Í
að segja, að hann gekk úr búrinu beina leið til hús-
frúarinnar, kraup á kné fyrir henni og kvað sér
hafa orðið á hið mesta glappaskot; hann hefði komið
soltinn heim frá slætti, fengið spónslettu hjá mat-
seljunni og hvomað henni í sig svo óvarlega, að hann
hefði gleypt í ógáti silfurskeið, sem hún hafi átt.
Bað hann húsfrúna að hafa biðlund í fáa daga, en
þá kvaðst hann vænta þess að skeiðin skilaði sér
aftur. Svaraði húsfrúin þessu litlu, því að hún þótt-
ist vita, að hér væru brögð í tafli. Þrem dögum síðar
kom Sturla aftur til húsfrúarinnar glaður í bragði
með skeiðina, sem var heil, en ötuð saurindum.
Sagði hann, að ef hún væri vel þvegin, væri hún
jafngóð og áður. Vildi húsfrúin þó ekki nýta skeið-
ina og sagði, að ekki kynni hún við að borða með
henni framar; mætti hann fyrir sér gera við hana
hvað hann vildi. Sturla þakkaði fyrir sig, stakk
skeiðinni á sig og seldi hana síðar. — Upp frá þessu
var honum skammtaður litli skatturinn á hverjum
sunnudagsmorgni eins og aðra daga.
d. Grauturinn.
[Þ. Þork. og St. J.].
Það var eitt sinn að vetrarlagi, að vinnumönnum á
Munkaþverá þótti matarskammtur sinn vera létt-
meti, en hann var venjulega þunnur mjólkurgrautur
með einhverjum átmat. Höfðu þeir orð á þessu við
Sturlu og báðu hann ráða. Svo var það einn dag, að
Sturla borðaði ekki grautinn úr aski sínum, heldur
geymdi hann fram á síðara hluta dags; þá fór hann
með askinn út í varpa, skammt frá þeim stað, þar
sem vant var að hella úr næturgögnunum á staðn-
3