Gríma - 01.09.1940, Side 38
56 ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI
Þá kvaðst Sturla ætla að sjá um það, að þau yrðu
sízt afskipt, þegar til kastanna kæmi. Nokkru síðar
fór hann einhverra erinda fram á Tungur, og er
hann kom aftur þaðan, hafði hann tal af lögmanni.
Sagði hann honum með mesta alvörusvip, að á
Tungunum gerðust nú þau býsn, að þeim væri tæp-
ast trúandi; þar gengi tuddi í hrossastóðinu, og hefði
hann sjálfur séð hann eiga vingott við stóðhryssur,
sem væru í hestalátum. Þessi óvæntu tíðindi gengu
alveg fram af lögmanni. Kvað hann þessa ónáttúru
tudda einsdæmi, en úr því sem komið væri, gæti
hann ekki talizt ætur kristnum mönnum. Bar hann
þetta undir dóm húsfrúarinnar, og var hún alveg á
sama máli. Báðu þau hjónin Sturlu að taka með sér
tvo húskarla, fara fram á Tungur, slátra nautinu,
hirða ekkert af því nema hána, en grafa skrokkinn i
jörð niður. Sturla spurði þá, hvort ekki mundi vera
óhætt að hirða eitthvað af kjötinu handa vinnufólk-
inu, og kvaðst lögmaður ekki vilja banna það, en þó
yrði það að vera alveg á ábyrgð þeirra, sem neyttu.
— Fór Sturla síðan að fyrirmælum lögmanns og
slátraði nautinu. Tók hann kjötið í eigin umsjón, og
fengu vinnuhjúin á Munkaþverá margan góðan
aukabita af því.
Til eru ýmsar útgáfur af sögu þessari. Ein er sú,
að það hafi verið kvíga, sem átti mök við fola fram
á Tungunum og var því dæmd óæt af lögmanni.
önnur er á þá leið, að Sturla hafi talið lögmanni
trú um, að tuddi væri orðinn hamskiptingur og djöf-
ulóður. En allar eru sögurnar svo líkar, að sama frá-
sögn hefur vafalaust legið til grundvallar í fyrstu.