Gríma - 01.09.1940, Side 38

Gríma - 01.09.1940, Side 38
56 ÞÁTTUR AF STURLU RÁÐSMANNI Þá kvaðst Sturla ætla að sjá um það, að þau yrðu sízt afskipt, þegar til kastanna kæmi. Nokkru síðar fór hann einhverra erinda fram á Tungur, og er hann kom aftur þaðan, hafði hann tal af lögmanni. Sagði hann honum með mesta alvörusvip, að á Tungunum gerðust nú þau býsn, að þeim væri tæp- ast trúandi; þar gengi tuddi í hrossastóðinu, og hefði hann sjálfur séð hann eiga vingott við stóðhryssur, sem væru í hestalátum. Þessi óvæntu tíðindi gengu alveg fram af lögmanni. Kvað hann þessa ónáttúru tudda einsdæmi, en úr því sem komið væri, gæti hann ekki talizt ætur kristnum mönnum. Bar hann þetta undir dóm húsfrúarinnar, og var hún alveg á sama máli. Báðu þau hjónin Sturlu að taka með sér tvo húskarla, fara fram á Tungur, slátra nautinu, hirða ekkert af því nema hána, en grafa skrokkinn i jörð niður. Sturla spurði þá, hvort ekki mundi vera óhætt að hirða eitthvað af kjötinu handa vinnufólk- inu, og kvaðst lögmaður ekki vilja banna það, en þó yrði það að vera alveg á ábyrgð þeirra, sem neyttu. — Fór Sturla síðan að fyrirmælum lögmanns og slátraði nautinu. Tók hann kjötið í eigin umsjón, og fengu vinnuhjúin á Munkaþverá margan góðan aukabita af því. Til eru ýmsar útgáfur af sögu þessari. Ein er sú, að það hafi verið kvíga, sem átti mök við fola fram á Tungunum og var því dæmd óæt af lögmanni. önnur er á þá leið, að Sturla hafi talið lögmanni trú um, að tuddi væri orðinn hamskiptingur og djöf- ulóður. En allar eru sögurnar svo líkar, að sama frá- sögn hefur vafalaust legið til grundvallar í fyrstu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.